Ótækt að forsetinn sé með stæla við ríkisstjórnina

Segir Þorsteinn Pálsson í grein í Fréttablaðinu í dag.  Þorsteinn er að vanda rökfastur og málefnalegur. Hann fellur ekki í sömu gryfju og formaður Sjálfstæðisflokksins á fundi í Valhöll í morgun, það sem hann flutti enn einu sinni farsann um algjöra vanhæfni ríkisstjórnarinnar, röngum viðbrögðum hennar við ákvörðun forseta og klykkti svo út með setningu Jóns Sigurðssonar, Vér mótmælum allir.

Þorsteinn hefur skrifað mikið um stöðu mála hér og hvaða leiðir séu út úr stöðunni. Hann er ólíkt ýmsum öðrum fyrrverandi og núverandi frammámönnum Sjálfstæðisflokksins, ætíð verið hlynntur þeirri stefnu stjórnvalda að ganga í ESB og hefur þar af leiðandi talað sem stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar í mörgum málum.

Í greininni í segir m.a.

Þegar forseti Íslands kemur fram í BBC talar hann gegn málstað og ákvörðunum ríkisstjórnar og Alþingis. Stjórnarandstaðan hefur vissulega um margt borið fram réttmæta gagnrýni á ríkisstjórnina. Sú staðreynd breytir ekki hinu að það er stjórnskipulega ótæk og óverjandi staða í þessu máli og öðrum sem upp kunna að koma síðar að þjóðhöfðinginn sé í stælum við ríkisstjórn sína og tali öðru máli en hún á erlendum vettvangi.

Þarna er Þorsteinn að benda á það sem ég hef viljað kalla vinsældaleik forsetans. Að hann sé með þessu að tala upp í eyru (að hans mati) meiri hluta þjóðannar. Stælar við sitjandi ríkisstjórn í þessu máli hafa ekkert með lýðræðið að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

240 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 110234

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband