Ég er forsetnum reið og hann olli mér miklum vonbrigðum.

Fram til kl 11 í morgun var ég þess fullviss að Ólafur Ragnar Grímsson mundi taka hag þjóðarinnar fram yfir allt annað. En þá kom útspilið mikla, hann skrifar ekki undur lög frá Alþingi sem er breytinga á lögum frá í Ágúst í sumar. Hann virðist vera komin í leik með fjöregg þjóðarinnar, sem að mínu áliti er einungis til þess fallinn að gera þetta sama egg svo brothætt að nýtt þjóðarhrun balsir við. Efnahagsuppbyggingin sem var hafin, er nú sett í uppám og pólitískur stöðugleiki sömuleiðis. Hvað gagnast lýðræðisástin gjaldþrota þjóð sem fer á svartann lista meðal alþjóðasamfélagsins. Var það Bjartur í Sumarhúsum sem ráðlagði forsetanum. Ég er ein þeirra sem hafa skráð sig á Feisbook og krafist afsagnar Ólafs Ragnars sem forseta Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá Ólafi Ragnari Grímssyni. Þetta er það besta sem yfir okkur gat komið.

Ég er ánægður með hann ásamt miklu fleiri öðrum. Frábært.

En ég sef vært í nótt fyrir sprengiflugvélum Bretanna. Kannski koma þær á morgun. hmm..

Bestu kveðjur.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 19:01

2 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Frú Hólmfríður, gættu orða þinna.

"Hvað gagnast lýðræðisástin gjaldþrota þjóð sem fer á svartann lista meðal alþjóðasamfélagsins"

Ég spyr á móti; Hvað gagnast "jákvætt viðhorf" alþjóðasamfélagsins gagnvart sundraðri, gjaldþrota og kúgaðri þjóð ??

Það sem er mikilvægast fyrir þjóðina er þjóðarvitundin.  Ef hún er ekki til staðar eru allir peningar heimsins einskins virði.

Sigurður Jón Hreinsson, 5.1.2010 kl. 19:08

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hólmfríður, ég held að þetta sé rétt hjá þér. Sennilega hefur Bjartur í Sumarhúsum komið í ljósaskiptunum og öllum reyknum á gamlárskvöldi að Bessastöðum og sagt að best væri að greiða atkvæði um þetta mál.

Rétt er að vekja athygli landsmanna á, að þetta verða  frjálsar kosningar ef af verður og því hægt að kjósa í báðar áttir, með eða á mót Icesave lögum hinum nýrri.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 19:46

4 identicon

Sigurður Jón Hreinsson gættu orða þinna líka.
Hótanir á vefnum geta undið uppá sig.

Þú talar um þjóðarvitund íslendinga. Fólks sem kaus þetta ástand yfir sig, sjálfstæðisflokkur og framskólk í 18 ár takk fyrir, og tók fullan þátt í lánafylleríinu.
Hvaða þjóðarvitund spyr ég nú bara?

"Ég spyr á móti; Hvað gagnast "jákvætt viðhorf" alþjóðasamfélagsins gagnvart sundraðri, gjaldþrota og kúgaðri þjóð ??"
Höfum við ekki sýnt það full vel að við erum óhæf þegar kemur að fjármálum?

Ólafur Skúlason (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 20:23

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mér sýnist að Sigurður að þú hafir ekki mikið skilið um hvað málið snýst. Ég er alls óhrædd við að lýsa þeirri skoðun minni að þessi ákvörðun forsetans er ekki til þess að sameina eitt eða neitt. Okkur vantar að halda áfram að byggja upp og koma hér á samfélagi jöfnunar og réttlætis. Vil svo vekja athygli á tvennu. Jón Baldvin benti á þann möguleika að Hollendingar og Bretar gætu í kjölfar þessarar ákvörðunar, ákveðið að innheimta ALLA upphæð ICESAVE reikninga en ekki þá lágmarksupphæð sem er í núverandi samningi. Svo annað hitt að sá möguleiki er fyrir hendi að fjármálaráðherra staðfesti ríkisábyrgðina fyrir hönd Íslands. Tveir sérfræðingar vöruðu við því í dag að þessi leið væri farin og hún er vissulega fyrir hendi. Ráðherravald á Íslandi er mikið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.1.2010 kl. 21:00

6 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sæl verið þið.

Ég er engum að hóta með orðum mínum, einungis að benda á að lýðræðisást á alltaf rétt á sér sama hver peningaleg staða einstaklinga eða hópa er.

Ef þjóðin er algerlega óhæf í samskiptum við aðrar þjóðir í fjármálum, höfum við hreinlega ekki rétt á því að vera sjálfstæð þjóð.  En við höfum heldur ekki rétt á því og eigum að hætta að þykjast vera sjálfstæð þjóð, ef hægt er það kúga okkur til að samþykkja allskonar vitleysu.

Hólmfríður, ert þú viss um að þú skiljir þetta einhvað betur en ég?  Hvaða sönnun hefur þú fyrir því??  Bretar og Hollendingar ÁKVEÐA EKKI bara að innheimta skuld sem ekki eru lagalegar forsendur fyrir.  Þess vegna var þeim svona mjög í mun að við samþykktum þennan Kópavogssamning.

Jafnvel þó að bönkunum hafi verið stjórnað af íslendingum og þeir hafi sett þá á hausinn, með þessum innlánum, þá eru allir sammála um það að sökudólgarnir eru fleiri.  Regluverkinu Evrópska er um að kenna og fjármálaeftirliti Íslands, Hollands og Bretlands.  Við eigum ekki að bera jafnan skaða í upphæðum og þessar margfallt stærri þjóðir.

OG við eigum ekki að samþykkja það að réttlætanlegt sé að beita þjóðina hryðjuverkalögum.  Aldrei.

Sigurður Jón Hreinsson, 5.1.2010 kl. 23:29

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hver hefur eiginlega komið þeirri steypu inn í höfuðið á þér að við getum kosið okkur frá ICESAVE. Við munum einungis greiða atkvæði um breytingartillögu frá Alþingi við lög sem búið er að staðfesta með undirritun forseta í ágúst sl.

Hverju erum við bættari með því að lengja þann tíma sem þetta þref stendur yfir. Það er okkur einungis til skaða og það er staðreynd hve mikið sem þú og fleiri óska sér. Svo erum við ekki að fara að kjósa um sökudólga eða neitt í þá áttina. Einungis um breytingartillögu við gildandi lög á Íslandi. Svo einfalt er það. Þetta heitir ekki að standa í lappirnar. Þetta heitir að haga sér eins og bjánar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2010 kl. 04:07

8 Smámynd: Sigurjón

Hva?!  Ertu sár og reið?  Ég hélt að það væri alltaf svo gaman hjá jafnaðarmönnum...  Þú sagðir það alla vega um daginn þegar ég var að hnýta í þig.  Hvaða hvaða...

Ég vona bara að það sem komi út úr þessu öllu saman verði að Samspillingin komist aldrei aftur til valda!

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 6.1.2010 kl. 10:25

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er vissulega ánægjulega hvað flokkurinn minn hefur staðið sig vel. Hver önnur en Jóhanna hefði verið búin að koma málum eins langt og hún í gær.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2010 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

236 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 110254

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband