Forsetinn talar í fyrramálið

Þá er bara að fara snemma að sofa, vera svo spræk og hress þegar ég fylgist með Ólafi Ragnari skrifa undir lögin í fyrramálið.


mbl.is Blaðamannafundur í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það hefur hjálpað að Bjarni Ben hefur tekið af skarið og sagt sinn hug þó það ætti að heita af prinsíppástæðum.

Gísli Ingvarsson, 4.1.2010 kl. 17:57

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Vonandi mun forseti vor tala í fyrramálið til þjóðar sinnar og vísa þar þessu máli til ákvörðunar beint og milliliðalaust til þjóðarinnar.

Þannig yrði hann samkvæmur sjálfum sér.

Það væri opið og beint lýðræði þar sem þjóðin sjálf réði afdrifum þessa máls. 

Vonandi mun hann sýna myndugleik en EKKI tala eins og forritaður SAMFYLKINGAR-PÁFAGAUKUR, nóg höfum við haft af slíkum sundrungar vargfuglum sem hafa náð að sundrað þjóðinni og það á verstu tímum í sögu Lýðveldisins !

Nú þarf þjóðin að standa saman og ná þjóðareiningu, það tekst aldrei ef forsetinn mun samþykkja þennan svikasamning og heldur ekki með þennan óþjóðlega sundrungarflokk Samfylkinguna við stjórnvölinn !

Gunnlaugur I., 4.1.2010 kl. 18:13

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gunnlaugur.

Svona í alvöru talað þá er vandi okkar vegna óstjórnar Hrun-flokkanna alveg nægilegur þó forsetinn auki ekki á hann. Ólafur Ragnar Grímsson er menntaður stjórnmálafræðingur, auk þess að vera með áratugareynslu af stjórnmálastarfi, hann hefur mikinn skilning á alþjóðlegu samstarfi og veit mun meira um þau mál en margir aðrir. Auk þess er hann skynsamur og víðsýnn.

Allar forsendur eru því til þess að hann taka þá yfirveguðu ákvörðun að skrifa undir þessi lög og gangi ekki í lið með þeim öflum sem hér velja að hafa áframhaldandi upplausn í landinu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.1.2010 kl. 21:14

4 identicon

Ég vona bara svo innilega Hólmfríður að hann sendi þetta mál til þjóðarinnar og leyfi okkur þjóðinni að kjósa um þetta frumvarp. Það er ekkert lýðræði í þessu landi ef það verður ekki gert.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 21:38

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Valgeir. Þetta mál er ekki þess eðlis að hægt sé með góðu móti að senda það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá er ekki verið að greiða atkvæði um hvort við eigum að borga ICESAVE skuldina eða ekki. Það liggur þegar fyrir að okkur berið að greiða hana. Hvort lögin núna eða lögin í sumar gilda er ekki málið ef Bretar og Hollendingar gera alvöru úr því að gjaldfella skuldina vegna vanefnda. Það er búið að draga fólk á asnaeyrunum með villandi málfluttningu Sigmundar Davíðs og hans fylgismanna. Sá málfluttningur er ekki í neinu samræmi við þann raunveruleika sem blasir við okkur ef forsetinn skrifar ekki undir. Kreppan mundi snarversna og óljóst með alla uppbyggingu í landinu. Atvinnulausum fjölga mjög og efnahagur versna enn frekar. Þetta er ekki hræðsluáróður heldur blákaldur veruleiki sem getur verið framundan.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.1.2010 kl. 22:33

6 identicon

Þó svo ég hafi verið fylgjandi dómstóla leiðinni í upphafi er sá tími liðinn, að mínu mati, að alþjóðasamfélagið hafi þolinmæði með okkur.
Við munum borga þessa skuld, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við höfum ekki Bandaríkin á bakvið okkur núna til að vinna annað þorskastríð.

Það voru íslenskir glæpamenn sem komu okkur í þessa stöðu og ber okkur að borga það tjón sem þeir ollu.
Það er svo annað mál hvað við gerum við þessa glæpamenn, sjálfsagt ekki neitt komist sjálfstæðismenn aftur til valda.

Þeir sem tala um svika samninga hafa greinilega ekki kynnt sér málið til hlýtar.
Ég er alls ekki að segja að þetta sé góður díll en heldur fólk virkilega að við sleppum við að borga?

Álit mitt á okkur sem þjóð er nánast ekkert lengur.
Nú hrópa menn og æpa á forsetann en hvar var þetta fólk meðan málið fór í gegnum alþingi?
Í "búsáhaldabyltingunni" voru margir sem töluðu um mótmælendur sem óþjóðalýð og ofbeldisseggi. Nú hrópar þetta sama fólk á þjóðaratkvæðagreiðslu og kennir núverandi stjórnmálaflokkum um þetta sjálfskaparvíti sem við erum í.

Við uppskerum aðeins einsog við sáum. Til hamingju með nýafstaðna 18 ára stjórnartíð sjálfstæðisflokksins og framsóknar, verði ykkur að góðu.

Ólafur Skúlason (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 18:12

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Ólafur. Dómstólaleiðin hefur trúlega verið fær í upphafi og ekki hefði ég verið ámóti henni á þeim tíma. Þessi útrásarvíkingaskuld okkar er staðreynd. Ég er svolítið hrædd um að margir í okkar samfélagi haldi enn að við getum "kosið okkur frá henni". Það er bara ekki nokkur möguleiki, sama hvað hver kýs. Þú talar réttilega um fortíðina og Hrun-flokkana sem sátu hér allt of lengi við völd. Núverandi stjórnarflokkar eru ekki öfundsverðir af því að nú skuli annar einræðisherra hafa tekið við af Davíð Oddssyni og sá heitir Ólafur Ragnar Grímsson. Ég hélt satt að segja að hann væri raunsær og skynsamur maður, en mér fannst hann ekki sýna það í morgun. 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.1.2010 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

249 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband