Kjarkur Samfylkingar

Varaformaður Íhaldsins fer mikinn eins og talar um að Samfylkingin hafi misst kjarkinn. Það vísar hún í minnisblað Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir um ICESAVE. Trúlega á ÞKG við það að ríkisstjórnin undir forystu Samfylkingarinnar hafi ekki hafnað ICESAVE og stöðvað þannig alla uppbyggingu hér á landi. ÞKG má vissulega hafa þessa skoðun í friði fyrir mér, en ég tel að þarna sé verið að rangtúlka gróflega orð ISG. Stjórnarandstaðan hefur frá upphafi barist beð kjafti og klóm fyrir því að tefja og helst að stöðva þetta mál, en ekki tekist annað en að tefja það, sem vissulega er verulega ámælisvert. Henni mun ekki takast að stöðva það og þannig að bregða gjörsamlega fæti fyrir áform ríkisstjórnarinnar um að byggja hér upp endurnýjað samfélag byggt á jöfnuði og velferð allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er rétt Hólmfríður, það þarf mikinn kjark til að fara svona með þjóð sína og það dettur engum í hug nema vinstrimönnum að fara svona að.  Þó er smá glæta, Ingibjörg Gísladóttir fyrrum formaður ykkar er ekki á sama máli og ríkisstjórnin.  Með það í bakhöndinni má segja að það sé enn von.

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.12.2009 kl. 23:55

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég vil leyfa mér að draga það stórlega í efa að Ingibjörg Sólrún sé á öndverðum meiði við ríkisstjórnina, eða ósammála henni á nokkurn hátt. Stjórnarandstaðan veit sem er að þeir flokkar sem koma þjóðarbúinu á lappirnar aftur munu njóta þess í fylgi við næstu kosningar til Alþingis.

Þú talar um von og vonin er dýrmæt. En þá er spurningin hvers er vænst. Ef væntingar þínar eru þær að við höfnum ICESAVE samningnum, segjum skilið við IMF, lokum lánalínum erlendis frá og göngum ekki í ESB, þá ert þú á vonast til þess að við einöngrumst á alþjóðavettvangi um langann tíma, lífskjör hér fari aftur um marga áratugi. Ríkið muni verða að stórskerða þjónustu og við verðum sárfátæk að ný.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.12.2009 kl. 01:55

3 identicon

Sæl Hólmfríður.

Ég vill bara að Icesave samningurinn í heild sinni fari í þjóðaratkvæði og ekkert múður. Fá þjóðina til að kjósa um þetta stóra og mikla mál. Það er ekki hægt að gera neitt annað. Ekki treysti ég Austurvellinum og hinu háa Alþingi til að greiða atkvæði um þetta. Það er alveg á hreinu.

Eigðu góða nótt og sofðu vel.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 22:40

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þessi hugmynd um að samningur við aðrar þjóðir fari í þjóðaratkvæði er því miður óframkvæmanleg.

Hvað gerist ef eða öllu heldur þegar þjóðin fellir samkomulagið?  Þá eru lánasamningar við erlend ríki í uppnámi og rískisstjórnin er fallin. 

Það sem stjórnarandstaðan er að reyna að gera er að koma ríkisstjórninni frá. Og knýja fram kosningar.  Þá kemur ný ríkisstjórn að völdum og staðfestir Icesave og kennir þessari um að hafa komið málinu svo langt að ekkert annað er hægt að gera.

Þannig er það.

Jón Halldór Guðmundsson, 22.12.2009 kl. 14:13

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Já elsku ljúfa fallega vina mín,ég vil óska þér innnilega gleðilegra jólahátíðar og þakka fyrir allt það liðna á þessu ljúfa ári,megi nýja árið veita ykkur mikla ást,hamingju og gleði......knús knús í fagurt jólahús frá mér og mínum.....GLEÐILEG JÓL :)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.12.2009 kl. 16:22

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Jón. Það eru allar leiðir reyndar og einskis svifist í þessu darraðadansi sé nú stendur yfir á Íslandi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.12.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

221 dagur til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 110307

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband