Gunnar Björnsson og lausn Biskups.

Bent hefur verið á að Selfosspresturinn sé mikill ræðusnillingur og frábær tónlistarmaður.  Að hlusta á hann í stólnum eða við hljóðfærið sé mikil unun. 

Ekki skal ég draga í efa ræðusnilld og tónlistarhæfileika Séra Gunnars Björnssonar. Málið snýst bara ekki um það. Þarna er á ferðinni spurning um traust gagnvart samskiptum hans við börn og unglinga. Lausn Biskups er góð fyrir GB og Selfyssinga.

Prestur í sérverkefnum getur að mínu áliti, sinnt einstökum prestsverkum fyrir fólk í Selfosssókn, eins og útförum, giftingum og skírnum. Þarna er verið að koma í veg fyrir að GB sinni starfi með börnum og unglingum, því þar liggur að mínu áliti vantraustið.

GB er maður að meiru, taki hann þessu boði biskups með jákvæðum hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ákaflega góður og almennilegur maður Gunnar Björnsson. Hefur aldrei sýnt mér annað en hlýju og góðvild. Hann er almennilegur og hann er góður við alla þá sem til hans leita.

Eigðu gott kvöld Hólmfríður mín.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 18:31

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þetta eru góðir punktar hjá þér, Hólmfríður, og lausn biskups er bara nokkuð góð. Eins og þú bendir réttilega á, þá snýst þetta um traust og þeir sem treysta klerki fyrir að umgangast sín börn og unglinga, gera það væntanlega frjálsir áfram, en hinir fá að njóta vafans.

Ómar Bjarki Smárason, 17.10.2009 kl. 18:57

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auðvitað er þetta mergurinn málsins. Traust er undirstaða þessa vandasama starfs og verður að vera algert og hafið yfir allar efasemdir. Margt er ólíklegra en það að kona leiti til prestsins síns ef hún er þjáð af einhverjum óróa vegna kynferðislegra samskipta eða meintu áreiti.

Árni Gunnarsson, 17.10.2009 kl. 19:01

4 identicon

Auk þess að vera á biskups-skrifstofunni, getur hann leikið á cellóið við jarðarfarir, og haft nóg að gera................

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 19:38

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég hef sjálf unnið hjá kirkjunni sem meðhjálpari og kirkjuvörður og veit af eigin raun að traust verður að vera til staðar svo hægt sé að sinna verkum við athafnir sem snúast um tímamót í lífi fólks. Börnin og unglingar verða að get treyst. Aðstandendur verða að geta treyst varðandi útför o. s. frv.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.10.2009 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

236 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 110255

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband