Nýtt fiskveiðistjónunarkerfi sem virkar. Stærri hagsmunir fyrir þjóðina en ICESAVE

Nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi sem virkar. Stærri hagsmunir fyrir þjóðina en ICESAVE. Þetta er fyrirsögnin á nýrri bloggfærslu Þórðar Más Jónssonar, sjá  hér

Þórður Már er viðskiptalögfræðingur og er nú í Mastersnámi við Háskólann á Bifröst. Ég skora á alla sem áhuga hafa á að gera gagngerar breytingar á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, að kynna sér það sem hann er að skrifa.

Hann fullyrðir að sóun verðmæta í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sé stærra mál og meira tap fyrir þjóðina en ICESAVE og þá eru verulegir fjármunir í húfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það eina sem virkar í fiskveiðistjórninni -  og gjaldeyrisöfluninni - er að auka aflaheimildir umtalsvert strax.

Kristinn Pétursson, 5.10.2009 kl. 21:45

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ef á að taka yfir kvótann, þarf einnig að afnema skuldir á móti. Það getur í reynd, verið form greiðslu. Svo, ef á að framkvæma þá aðgerð, er alveg eins hægt að framkvæma hana, alla í einu.

Ekki hef ég lesið grein þessa ágæta manns. En, mín skoðun er að kvótakerfi sé skárra en sóknarstýringar-kerfi.

Þ.e. hversu slæmt sem kvótakerfi sé, sé hitt kerfið verra. Ég man eftir sífelldum gengisfellingum 8. áratugarins, nánar tiltekið seinni helmings hans. En, ég fór mjög fljótt að fylgjast með fjölmiðlaumræðu.

Svo, mín skoðun er, að áfram eigi að vera kvótakerfi. Hægt væri þó að nota tækifærið til að endurskipuleggja það.

 Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.10.2009 kl. 21:56

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er eitt af því sem Þórður Már talar um. Lestu það sem hann skrifar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.10.2009 kl. 21:56

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Æ, Æ - margt af því sem hann segir, er nú óttalegur þvættngur.

Ég hef fylgst með þessari umræðu, alla tíð síðan kvótakerfið var sett á.

Þetta með aflann á þorski, sem margbent er á. Hafa menn ekki heyrt, að það er "global warming" í gangi? Tegundir eru að færast til, ekki bara á landi, heldur einnig í sjónum.

Þetta með þorskinn, er akkúrat þ.s. má búast við, þegar útbreiðslusvæði tegunda, eru að færast til.

Kvótakerfi, var mikil framför, miðað við sóknarstýringarkerfi, þ.s. þvert ofan á þ.s. hann heldur fram, þá er ekki kapp um að ná fiskinum, með einhverjum ógnarhvelli. Á hinn bóginn, þá er það nákvæmlega galli sóknarstýringar, sem felst í því að gefnir eru út veiðidagar, að þá fara allir í ógnarþeyting til að ná inn aflanum á þeim dögum sem þeir hafa rétt til að fiska.

Þegar þú, aftur á móti hefur kvóta, þá máttu fiska hann hvenær sem þú vilt, yfir fiskveiðiárið.

Varðandi, það að sókt sé í verðmætustu tegundirnar, þá virðist þessi einstaklingur ekki vita, að svo hefur það verið frá upphafi fiskveiða. Ástæða, takmarkað pláss um borð í skipum, annars vegar, og hins vegar, þú hefur ekkert gagn af því að fiska nema þ.s. markaðurinn í landi, vill kaupa af þér. Kerfisbreyting til eða frá, breytir engu um það. Þessi maður, þekkir greinilega ekki sögu fiskveiða.

Á öldum áður, fiskuðu Íslendingar fyrst of fremst, þorsk og ísu. Íslendingar nýttu ekki einu sinni síld, fyrr en þeir höfðu um áratugi horft á erlenda báta moka henni upp, fyrir augunum á sér - ísl. sílveiðar hófust ekki fyrr en á seinni hluta 19. aldar.

Ef þú veist ekki slíka hluti, þá verða þær ályktanir er þú dregur, tóm vitleysa.

Íslendinga fiska í dag, miklu fleiri tegundir en þeir gerður áður, og það meira að segja fyrir daga kvótakerfisins.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.10.2009 kl. 01:19

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Einar Þó þú sért ósammála Þórði Má þarf það ekki að þýða að hann viti lítið um kvótakerfið. Hann hefur einmitt skoðað það mjög vel og hefur eins og margir aðrir séð þá stórkostlegu galla sem á því eru. Kvótaeigendur reyna ætíð að tala niður til þeirra sem voga sér að gagnrýna þeirra gróðavænlega fyrirkomulag og á því verður ekki breyting nú nema síður sé.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.10.2009 kl. 03:03

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hólmfríður - þú áttar þig ekki enn á grunnábendingu minni.

Þú þarf að skoða hlutina í samhengi. Þ.e. ekki nóg, að skoða einungis núverandi fyrirkomulag, því er þú skoðar ekki hlutina í sögulegu samhengi, þá getur þú ekki greint rétt á milli, hvað er fyrir tilverknað kerfisins sjálfs, og hvað er af sögulegum rótum, sem þarf að leita til baka til eldri tíma.

Þar liggur einmitt vandi hjá honum, að hann kennir kvótakerfinu, um allt þ.s. hann telur galla, við núverandi fyrirkomulag, en áttar sig ekki á, að margt af því á sér miklu dýpri sögulegar rætur, sem hafa ekkert endilega með kvótakerfið að gera.

Ef menn, hafa ekki þessa djúpu sögulegu þekkingu, þá getur umfjöllun þeirra orðið, að hreinu rugli, þ.e. menn rugla öllu saman.

Hvernig hlutum er háttað í dag, er í bland fyrir tilverknað kvótakerfis og í bland, af sögulegum rótum, en á því gerir hann alls engan greinarmun.

Þ.s. ég er að segja, að greining hans, er allt of grunn. Hann sér fullt af trjám, en ekki skóginn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.10.2009 kl. 12:22

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hvað með allan þann veidda fisk sem hent er aftur i sjóinn og hvað með mun á veiðarfærum nú og þá. Hvers vegna er ekki óhætt nú eins og þá að veiða á króka nærri landi, án þess að það fari í gegnum sægreyfana. Eignaréttur einstaklinga og fyrirtækja á óveiddum fiski er fyrirkomulag sem mikill meiri hluti þjóðarinnar er ósáttur við. Það fyrirkomulag er ekki svo heilagt að ekki megi við því blaka. Svo mikið veit ég um söguna að ekki hefur það tíðkast um aldir. Það er langur vegur frá óheftum veiðum til þessa þrönga einkahagsmuna skipulags. Ekki reyna að halda því fram að þetta kerfi sem við höfum núna eigi eitthvað skylt við verndun fiskistofnana. Um það eru mjög deildar meiningar og hafa fiskifræðingar þar verið ósammála um árabil.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.10.2009 kl. 16:02

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Fiski hefur verið hent í sjó, frá upphafi vega. En, sem dæmi töldu Íslendingar á öldum áður; þorsk, ufsa, ísu, löngu, steinbít, lúðu, hákarl, skötu - vera mannamat.

Öðru, ef það veiddist, var vanalega hent, útbyrðis - sem dæmi þótti síld ekki mannamatur.

Síðan skylda var að selja allann afla á fiskmarkaði, þá stjórnar markaðurinn, töluvert hvað menn leggja áherslu á að veiða.

Þú verður að athuga, að rekstur skipa og báta kostar. Á þeim hvíla oft einnig lán. Síðan eru það laun og önnur gjöld. Þannig, að þeir sem reka bát eða skip, þurfa nægilega innkomu.

Það leiðir af þessu, að menn leitast við að koma með sem verðmætastann afla að landi. Þetta er eðli veiða í markaðskerfi. Þ.e. einnig atriði, að sigla sem skemmstar vegalengdir, vegna olíukostnaðar.

Svo, áherslan er eðilega á verðmætustu tegundirnar. Ég átta mig ekki alveg á því, af hverju ímsir líta á þessa sjálfsbjargarviðleitni, sem íllt atferli.

En, málið er einfalt, þ.s. dýrt er að veiða, að þú kemur ekki að landi með skip, fullt af fiski, sem fæst nærri því ekkert fyrir.

Ég sé ekki, að til sé nokkur lausn á þessu, þ.s. þó svo skipt væri yfir í veiðidaga kerfi, þá ertu samt sem áður, að leita eftir verðmætasta fiskinum, því þ.e. eftir sem áður dýrt að reka skipa eða báta, og vegna þess að burtséð frá því hvaða kerfi ríkir, þá vill markaðurinn áfram fyrst og fremst tilteknar tegundir, borgar meira fyrir tilteknar tegundir, o.s.frv.

Þ.e. því einfaldlega kjaftæði, að það sé ekkert brottkast, í sóknarstýringarkerfi. Ef eitthvað er, væri það enn meira. Að vísu er smá munur, á hverju þú kastar á brott, þ.e. það má vera að brottkast innan verðmætra tegunda myndi minnka, en hvatinn til að kasta öðrum fiski er ef eitthvað er, enn sterkari.

En, eðli sóknarstýringar, er stýring í formi veiðidaga. Þá veiða allir sem mest þeir geta, meðan veiðin er opinn, afli hrúgast upp í höfnum, og offramboð veldur verðfalli. En, þ.e. einn af megingöllum veiðidagakerfa, miðað við kvótakerfi, að jafnara framboð og því einnig jafnara verð = meiri verðmæti. Ástæðan, fyrir jafnara framboði, er að þú ræður því sjálfur, sem kvótahafi, hvenær þú veiðir yfir veiðiárið. þ.e. því sjaldan neitt sambærileg tímapressa.

Eftir því sem ég fæ best séð, er kvótakerfi minnst gallaða aðferðin, við stjórnun fiskveiða, sem þekkt er.

En, ekkert er að því, að sníða af einhverja galla.

En, ef menn vilja hafa smábátakerfi samhliða, þá er alveg hægt að skipta upp hafinu við landið, með tilteknum hætti. Sem dæmi, mætti miða við dýpi, þannig að togarar verði að halda sig utan tiltekinna dýptarmarka.

Það mætti, einnig takmarka verulega veiðar með botnvörpu, enda sannað að hún veldur miklum skaða á botnlífi, alls staðar nema á sendnum botni.

Svo, væri í lagi, að hafa auðlindagjald.

----------------------------------

Þ.e. alveg hægt að koma því á. Í dag eru útgerðirnar mjög skuldsettar. Þ.e. alveg hægt, að innkalla allann kvótann, gegn greiðslu í formi skuldaafskrifta að verðmæti er samsvari hæfilegu verðmæti fyrir það veiðirétt, er þeir hafa greitt fyrir með lögmætum hætti.

Síðan, má endurúthluta þessum aflaheimildum, þ.e. kvóta. Þá, er tækifæri til að breyta reglum, um hvernig kvótakerfi virkar.

Ef menn vilja, að tiltekinn landshlutaskipting sé fyrir hendi, þá er hægt að úthluta afla til tiltekinna landshluta, og síðan fari þar fram uppboð á afla, til fyrirtækja í viðkomandi landshlutum.

En, ef slíkt er talið óþarfi, getur farið fram eitt uppboð, þ.s. allir þeir sem eiga skip eða bát, er standast reglur um haffærni, hafi heimilt til að bjóða í.

Ég held að hvoru tveggja aðferðin, geti virkað ágætlega.

Ég reyndar, legg til að heimild til að eiga skipti á aflaheimildum, gegn fjármagni, verði áfram til staðar. En, hægt er að mæta því, að því marki sem þ.e. talinn galli, með því að kvóti verði hér eftir alltaf, úreltur um 10% á hverju ári, og síðan fari fram nýtt uppboð reglulega á því sem þá kæmi inn til endurúthlutunar.

Ef þessar reglubreytingar, væru settar inn, áður en afla er úthlutað aftur í fyrsta skiptið eftir innköllun; þá held ég að með þeim hætti, verði flestir þeir gallar, er fólk hefur verið hvað óánægðast með, sniðnir af kvótakerfinu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.10.2009 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

238 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 110244

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband