Össur talaði máli okkar á Alsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

Össur talaði af hreinskilni um okkar mál á þingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi og er það vel. Þessi ræða á örugglega eftir að fara fyrir brjóstið á einhverjum og ekkert við því að gera. Þjóðir heims verða að fá að vita hvað hér er að gerast og hvernig okkur er haldið i spennitreyju með endurreisn þjóðfélagsins. Sannleikurinn er ekki alltaf fallegur og engin ástæða til að klæða hann í búrku á alþjóavettvangi. Talað er um opna umræðu og þetta er vissulega hluti hennar. Til hamingju Össur.


mbl.is Össur ávarpaði allsherjarþing SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ég held að þú sért að tala um einhverja aðra ræðu, Hólmfríður.

Magnús Óskar Ingvarsson, 27.9.2009 kl. 19:48

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Tek undir með þér Fríða.  Gott mál hjá Össuri að láta vini okkar heyra að okkur finnst við ekki fá nægan skilning.

Jón Halldór Guðmundsson, 27.9.2009 kl. 22:40

3 identicon

Í ræðunni sagði Össur m.a. " Norræna fjölskyldan okkar yfirgaf okkur ekki ".

 Ja, hérna ! - Hvað hafa Norðurlöndin gert fyrir okkur í lánamálum varðandi Icesave ??!

 Blessaðir Fræeyingar þar einir á báti.

 Aftur spurt. Hvað hefur " norræna fjölskyldan "gert fyrir okkur??

 Ef einhver hefur svarið, vinsamlegast látið Hólmfríði vita !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

220 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 110319

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband