Meira um Lífeyrissjóðina

Auðvitað er rétt að ræða þessi mál Lífeyrissjóðanna vel ofan í kjölinn. Það er að mínu áliti mjög brýnt að fara vel yfir fjárfestingastefnu þeirra og einnig hvernig stjórnir þeirra og starfsmenn hafa framfylgt henni. Mistök í þeim efnum þurfa ekki endilega að tengjast atvinnurekendum frekar en fulltrúum Verkalýðshreyfingarinnar. Svo er stór spurning hve upplýsingar um fjárfestingar sjóðanna eiga að vera opnar eða lokaðar, eftir því hvernig við lítum á málið. Fjárfestingar í uppbyggingu atvinnulífsins hér eru ekki varhugaverðari en aðrar og með bættu eftirliti með fjármálakerfinu hér tel ég það nokkuð öruggt. Auðvitað verða slíkar fjárfestingar að vera innan þeirra marka sem stefna sjóðanna heimilar. Svo er eitt sjónarmið og það er að meiri atvinna þýðir meira innstreymi í sjóðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

221 dagur til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 110307

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband