Að kaupa mat fyrir fjölskylduna eða ???

Undanfarið hefur verið talað um að fólk verði að velja um að greiða af lánum eða kaupa mat fyrir fjölskylduna. Það er mjög slæm staða og engan undrar þó matarkaupin gangi fyrir.

Ég hef engan heyrt tala um að velja á milli þess að kaupa tóbak og áfengi eða kaupa mat. Þetta sætir að mínu mati nokkurri furðu, þar sem verið er að tala um afar heilsuspillandi neyslu á tóbaki.

Neysla áfengis umfram tiltekið lágmark (man ekki hvað það er) er líka talin heilsuspillandi. Ganga læknar orðið svo langt að líkja þessum efnum við eiturlyf, samanber nýafstaðið læknaþing

Ég dvaldi á Lungnadeild LSP í Fossvogi í tvo sólarhringa nú í vikunni. Þar sá ég eins og vænta mátti fólk sem gekk um með súrefniskúta og var lafmótt þrátt fyrir súrefnið og hæga yfirferð. Gaf mig á tal við nokkra og það var sama sagan, þetta var reykingafólk.

Hitt þar m.a. konu sem er 3 árum eldri en ég (sem er fædd í ársbyrjun 1945). Hún kom vart upp orði eftir að hafa gengið þvert yfir ganginn.

Ég sjálf  greindist nýverið með kæfisvefn sem rekja má til reykinga meðal annars, en 75% þeirra sem greinast með kæfisvefn hafa einhvern tímann reykt. Ég gerði slíkt frá 17 ára til 50 ára, en þó aldrei meira en 15 til 18 rettur á dag. 

Ég skora á fjölmiðlafólk að skoða af alvöru hvort fólk sem ber sig illa vegna peningaleysis, er að eyða sínum dýrmætu krónum í tóbak og áfengi.

Þarna er góð leið til að skera niður útgjöld og þá peninga má nota í mat, föt og skólabækur fyrir börnin og svo margt annað bráðnauðsynlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hólmfríður mín.

Ég verð nú að vera alveg hreinskilinn þegar að ég skrifa hér hjá þér.

Mér finnst ástandið og kjör margra hafa versnað hér á Íslandi eftir að vinstri stjórn Samfylkingar og VG tók við völdum í apríl s.l.

Það er búið að draga úr útgjöldum til velferðarmála um tugi miljarða og enn verður dregið saman.

Bíddu við, hvar er aftur Velferðar ríkisstjórnin sem átti að taka við völdum hér í apríl? Voru það bara kosninga loforð sem ekkert mark er takandi á? Ég held það.

Mér finnst Samfylkingin ekki vera að standa sig í stykkinu og ég mun alvarlega íhuga að kjósa hana ekki aftur til stjórnarsetu þegar í næstu kosningum. Sem verða örugglega mjög bráðlega.

En bestu kveðjur og hafðu það sem best.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 20:37

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Vissulega hafa kjörin versnað, það er alveg rétt og það er vegna þeirr hörðu aðgerða sem krafist er meðan við erum að ná tökum á hrundu samfélagi. Ég tel næsta víst að hvaða ríkisstjórn sem hefði viðnú í vor, hefði orðið að skerða kjör einhverra. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks  og Framsóknar skerti kjör þeirra verst settu, örykja og aldraða í góðæri. Það segir mér ef þau öfl hefðu tekið við, hefðu kjör þessara hópa ef til vill skerst enn frekar en nú er. Ég er ekki að mæla því bót að núverandi stjórn hafi gert það og það eru mér viss vonbrigði að svo væri gert. Ég tel það nokkuð víst að mikil endurskipulagning verði gerð í öllu kerfi ríkisins og það mun spara ríkinu útgjöld. Við sem erum í þessum tveim hópum verðum að halda vöku okkar og vera á varðbergi gagnvart okkar kjörum. Ég skil vel að þú sért í vafa um hvaða flokk þú styður og tíminn einn mun leiða slíkt í ljós.

Góða helgi

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.9.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

238 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 110241

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband