Komin með nýja hjásvæfu samkvæmt læknisráði.

Ég er aldeilis glöð og hress með þetta læknisráð. Fór til höfuðborgarinnar, lagðist inn á LSP í Fossvogi og kom til baka með þessa flottu græju sem hjálpar mér að anda þegar ég sef. Jú, jú mikið rétt ég er með kæfisvefn og vissi ekki af því fyrr en í þar síðustu viku. Þá komst ég að þeim napra sannleika að ég fór í að meðaltali 50 öndunarstopp á klukkustund þegar ég svaf. Býsna mikið sagði starfsfólkið á svefnrannsóknardeildinni, sem kallar þó ekki allt ömmu sína. Ég hef verið að verða meiri og meir drusla með hverju árinu núna undanfarið, getað sofið og sofið en samt svooo þreytt. En nú fer ég að sprækast með hverjum deginum, er mér sagt og hlakka mikið til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér rosalega vel Hólmfríður mín með græjuna. Ég vona að allt gangi vel hjá þér. Þú getur þetta elsku Hólmfríður mín. Það er engin spurning. Þú stendur þig.

Gangi þér vel vinur og haltu áfram að gera góða hluti.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 19:57

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Takk takk Valgeir minn, ég er strax farin að hessast og mér er sagt að þetta sé alveg nýtt líf sem er frábært

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.9.2009 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

238 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 110244

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband