Hvað sagði Sigmundur Ernir á Alþingi kvöldið umtalaða ?

Miðað við þau fáu orð sem heyrðust í fjölmiðum úr ræði Sigmundar Ernis sem hann hélt  á Alþingi eftir Golfmótið hjá MP banka, þá var umræðuefnið Íhaldið og það hvernig þeir hefðu á einu augabragði breytt afstöðu sinni til stórra mála í gegnum tíðina.

Mér bíður í grun að það hafi ekki verið af umhyggju fyrir SER að Ragnheiður Ríkharðsdóttir gerði svo mikið veður út af áfengi í blóði Sigmundar. Það hafi verið gert fyrst og fremst til að draga athyglina frá innihaldi ræðunnar. Sigmundur Ernir kann afburða vel að koma fyrir sig orði og hefur sem fréttamaður fylgst vel með stjórnmálum hér á landi.

Mið langar mikið til að beina þeirri áskorun til hans að birta ræðuna sína í fjölmiðlum svo efni hennar skili sér til okkar kjósenda, en drukkni ekki í umræðu um afengisneyslu hans. Ég tek það fram að ég er ekki hlynt því að fólk neyti áfengis við vinnu sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er ræðan ásamt 56 frammíköllum. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 22:23

2 identicon

það sem mest hefur heyrs af ræðunni í ljósvakamiðlum er eitthað á þá leið að "þjálfsæfis fokkurin hefur þnúfist í heilan ring" hvern djöfulinn sem þetta nú þýðir!!!!!!!!!!

zappa (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 23:02

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þakka þér Gísli fyrir að setja ræðuna hér inn. Hún er góð og ekki að furða þó Mosfellsbæjardrottningin hafi gripið til sinna ráða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.8.2009 kl. 23:53

4 identicon

Þetta er bara skandall og hvað hefði verið gert við okkur hina almennu íslendinga. Almenna launa fólkið? Við hefðum einfaldlega verið rekin. Það er ekkert flóknara en það.

En eigðu gott kvöld Hólmfríður mín.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 18:43

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það er endalaust verið að reyna að beina athyglinni frá efni ræðunnar.

Jón Halldór Guðmundsson, 1.9.2009 kl. 17:53

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur :)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.9.2009 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

238 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 110242

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband