Niðurstöður vegna strandveiða.

Þó ekki sé lokið hinum svokölluðu strandveiðum eru þingmennirnir farnir að karpa um árangur veiðanna.

Ef við setum þetta til gamans í einskonar fornsögustíl, gæti þetta hljóðað svona.

Ólína hin versfirska af Ísafirði, hvaddi sér hljóðs og hvað veiðiskap þennan hafa gjört gott fyrir sitt bú og var hin glaðasta. Hvað hún marga almúgamenn hafa haft að þessu góðan hlut og vill halda þess háttar sjósókn áfram.

Einar ættarhöfðingi Bolungarvíkur og aðal talsmaður stórætta Íslands, hvað veiðarnar öngvu góðu hafa skilað í bú stórættanna og því ekki heppilegar. Hvað hann ranga menn hafa stýrt skipum þessum og fiskur þessi hafi farið til þeirra sem eigi ættu rétt til hans samkvæmt skipan stórættanna.

Illugi hinn hraðmæli talaði líkt og Einar ættarhöfðingi, enda skósveinn stórættanna. Hvað hann fisk þennan rýra hlut stórættanna, sem ekki mættu við slíku, ættu veldi þeirra að viðhaldast.

Ólína hin vestfirska hvað sína menn munu berjast til síðasta blóðdropa fyrir rétti hinna fátækari til að sækja til veiða. Hvað konan nokkuð fast að orði, horfði hvasst á Einar og Ílluga sem eigi líkaði framferði konu þessarar eða framganga.

Lauk þar þeirra orðaskiptum að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

239 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 110236

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband