Formannsframboð Jóhönnu angrar andstæðinga ríkisstjórnar

Ég er ánægð með formannsframboð Jóhönnu og veit að sú gjörð hennar á eftir að angra marga andstæðinga Samfylkingarinnar og andstæðinga núverandi ríkisstjórnar sömuleiðis.

Þegar rök eru ekki lengur til staðar er farið út í að fordæma einstaklinga fyrir eitthvað sem erfitt getur verið að festa hönd á.

Það sem mér dettur helst í hug þegar verið er að hnýta í IGS, er að fólk sé þarna svo sterkan ofjarl sinn, að það grípur til ófrægingar til að verja sjálft sig eða upphefja. 

Þannig gagnrýni finnst mér fremur léttvæg, en það eru bara svo margir sem lepja sömu klisjurnar upp hver eftir öðrum þangað til einhver óútskýrður trúverðugleiki skapast á fullyrðingunum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar

Það sem angrar mig er aðgerðarleysið. Jóhanna, Össur og Kristján Möller sátu í síðustu ríkisstjórn sem gerði ekki neitt nema að rífast innbyrðist og þau eru núna í ríkisstjórn sem gerir ekki neitt nema skoðar og skoðar og ætla að banna nektardans og fjölga listamönnum á listamannalaunum og jú þau ætla að hækka skatta.

Ingvar

Ingvar, 19.3.2009 kl. 19:57

2 Smámynd: Einar Ben

Það sem angra mig er að andstæðingar ríkistjórnarinnar hafa ekkert annað að segja en að ekkert hafi verið gert.

Hvað með séreignarsparnaðinn?

Hvað með greiðsluaðlöðunar frumvarpið?

Hvað með hækkaðar vaxtabætur um 25%?

Hvað með breytingu á gjaldþrötalögunum?

Hvað með áætlun um 4000 ný störf?

Og það er örruglega e-ð sem ég er að gleyma!

Þetta er töluvert meira á nokkrum vikum en fyrri ríkistjórn gerði á 4 mánuðum frá hruni að stjórnarskiptum.

Fleyg orð Geirs H. Haarde voru að svo virtist vera sem áætlun ríkisistjórnarinnar um að gera ekki neitt væri að virka, botninum var náð, skömmu síðar hrundu bankarnir.

kv.

Einar Ben, 19.3.2009 kl. 21:37

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Stjórnarandstaðan er rökþrota og það er ekkert sem við stjórnarsinnar getum gert að. Það ræður óttinn för, óttinn við valdamissi og breyttar forsendur samfélagsins gera það að verkum að málflutningurinn verður örvæntingarfullur og ómarkviss.

Látum það ekki slá okkur út af laginu því við vitum betur

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.3.2009 kl. 22:00

4 Smámynd: Ingvar

Séreignasparnaðurinn lækkar ekki skuldir heimilanna. Hvers vegna þarf fólk að eyða lífeyrissparnaði sínum til þess að skrimta, vegna þess að 30 einstaklingar lánuðu sjálfum sér alltof mikið af peningum út á eingin veð.

Greiðsluaðlögunnarfrumvarpið lækkar ekki skuldir heimilanna heldur lengja bara í hengingarólinni

Vaxtabætur lækka ekki skuldir heimilanna

Breytingaá gjaldþrotalögum lækka ekki skuldir heimilanna heldur lengja í hengingarólinni

4000 þúsund ný störf eru hugmyndir og ekkert annað en hugmyndir. Fjölga um 33 á listamannalaun er bara brandari. Fullvinna fikafurðir á íslandi, fiskur selst ekkert erlendis núna heldur hlaðast upp birgðir hér á landi og Norðmenn selja líka engann fisk, það er heimskreppa og atvinnuleysi og samdráttur um allan heim. Það eru 20 milljónir atvinnulausir í Kína og bullandi samdráttur, bullandi samdráttur í Japan, Faklandi svo maður ali nú ekki um Bretland.

Það þarf að taka á verðbótum hér á landi. Það er verkalýðshreyfingin sem stendur fastas fyrir að einhvað verði gert í þeim málum, og verkalýðshreyfingin hefur Jóhönnu alveg í vasanum. Ögmundur og VG eru já bara verkalýðshreyfing. Forseti ASÍ talar um siðleysi hjá HB Granda en horfir ekki á töp lífeyrissjóðanna á bullfjárfestingum. Stjórnarmenn lífeyrissjóða og verkalýðsforingjar haa nefnilega verið svo uppteknir að dansa um gullkálfinn með Baugssvikamyllunni og Bjöggasvikamyllunum og Kaupþingsbullinu, Glitnisbullinu og Landsbankabullinu.

Það sem ergir mig er hvernig er hægt að fara með þjóðina. Það duga ekki að lengja eða frysta lán, það eru bara skamtíma kæling. Það þarf að koma hjólum atvinnulífsins aftur á stað. Þú Einar Ben þarft að hafa peninga til þess að versla við Hólmfríði svo að hún geti verslað við mig svo að ég geti verslað við þig. Gjaldþrotalög hjálpa ekkert þar. Greiðsluaðlögun hjálpar ekki þar. Vaxtabætur hjálpa lítið þar. Og vaxtabætur eiga að koma úr ríkissjóði sem á að vera rekinn með 150 milljarða halla á þessu ári. Og þegar 18 þúsund manns eru á atvinnu má búast við að hallinn verði miklu meiri, því að skattatekjur, virðisaukaskattur og tekjuskattur dregst svo gríðalega saman.

Ætlar ríkisstjórin að nota lán frá AGS til þess að greiða atvinnuleysisbætur í 5 ár. Öll gömlu Jóhönnuráðin, vaxtaætur,husnæðisbætur,barnabætur,atvinnuleysisbætur duga ekki fyrir heimilin á meðan að þau þurfa að standa skil á vöxtum, verðbótum, vöxtum á verðbætur, seðilgjöldum.

Ingvar

Ingvar, 20.3.2009 kl. 01:09

5 Smámynd: Einar Ben

Ok.

Rétt er að vaxtabætur draga ekki úr skuldum heimilianna, þær auka ráðstöfunartekjur sem aftur auka veltu í hagkerfinu, þannig að ég fæ meira á milli handanna og get því verslað við Hólmfríði sem síðan getur verlsað við þig Ingvar.

Ég veit ekki hversu vel þú hefur kynnt þér hvað greiðsluaðlöðun (gældsanering) þýðir.

Í stórum dráttum þýðir það að einhver sem sannanlega hefur reynt að standa í skilum með skuldir sýnar en vegna einhverra ófyrirsjáanlegra ástæðna ekki verið það kleift, getur sótt um til sýslumanns að komast í greiðsluaðlöðun.

Sýslumaður, eða umsjónarmaður skipaður af sýslumanni mun þá að lokinni umsókn þar sem fram koma heildarskuldir, vanskil og annað, ásamt ráðstöfunar tekjum heimilisins nú og fyrirséðar tekjur næstu árin, taka ákvörðun um hversu mikið er til afgangs eftir að eðlileg framfærsla er tekin frá, restinni er svo deilt á milli lánadrottna eftir umfangi skulda, í ákveðin tíma (algengt 3-5 ár) að þeim tíma liðnum falla lánadrottnar frá kröfum sínum.

Þetta form hefur verið við lýði á hinum norðurlöndunum í einhverja áratugi og Jóhanna Sigurðardóttir er búin að reyna í 15 ár að koma þessu í lög á Íslandi, eins hafa neytendasamtökin barist fyrir því að þetta verði tekið upp hér á landi.

Breyting á gjaldþrotalögunum þýðir að í stað 7 eða 10 ára gjaldþrots er það nú aðeins í 2 eða 3 ár (man ekki alveg árafjöldann) þannig að það er engin spurning að það hjálpar þeim sem ekki myndu fá greiðsluaðlöðun.

Þannig að segja að þetta lengi í hengingarólinni er ofvaxið mínum skilningi.

Ég er fullkomlega sammála þér að lenging og frysting lána er eins og að pissa í skóinn sinn.

Kostnaðurinn við hækkun vaxtabóta er greiddur af skatttekjum vegna úttektar séreignarsparnaðar.

Verðtryggingin er alveg sérkafli útaf fyrir sig, ég hef í fjölda ára kallað þetta löglegan þjófnað, hana þarf að afnema sem fyrst.

En hvernig?

Ein leiðin er með ingöngu í ESB, önnur er að frysta vístöluna við lága % í einhvern tíma og afnema hana síðan að fullu, þriðja leiðin er hreinlega að afnema verðtrygginguna frá degi til dags og bara taka höggið, þ.e. væntanlega hækkað vaxtastig í einhvern tíma sem síðan mun jafnast út og verða á við það sem er í löndunum í kringum okkur.

Aðalástæða þess að verkalýðshreyfingin er hlynnt verðtryggingu er til að vernda lífeyrissjóðina, (sem að mínu mati ætti að leggja niður í núverandi mynd, en það er tilefni í aðra færslu seinna) ég get ekki séð að það skipti máli hvort innistæður lífeyrisjóðanna eru verðtryggðar eða ekki þegar stjórnendur þeirra gambla með innistæðurnar eins og þeir væru staddir í casino í Las Vegas, og tapa stórt þ.e. rýra innstæðuna sem þýðir skertan lífeyrir fyrir þig og mig. 

Það er auðvelt að sitjar heima og dæma þá sem stjórna fyrir aðgerðarleysi, en ég tel að tillögur stjórnarinnar um 4000 ný störf séu raunhæfar, auðvitað má deila um hvort nauðsynlegt hafi verið að fjölga listamannalaunum, ég tel að það sé nóg af listaspírum á spenanum fyrir, listamenn eru ekki þeir sem skapa gjaldeyri.

Auðvitað er heimskreppa og fiskur selst illa eða á lágu verði, þess þá heldur að reyna að fullslípa þennan demant sem við erum með syndandi í kringum landið okkar, í stað þess að senda hann óslípaðan frá okkur og fá sem mest fyrir hann.

Að síðustu vill ég að skattleysismörk hækki uppí amk. 160þ og að komið verði á hátekjuskatti á 10mill + árstekjur.

kv.

Einar Ben, 20.3.2009 kl. 09:11

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Einar

Kröfullíftími er/var 10 ár og er/verður 2 ár (held ég) Til að gera þessi tvö ár virk sem hámark kröfulíftíma, þarf að skera á það ferli að kröfum sé haldið vakandi með bréfasendingum í mörg ár eftir það.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.3.2009 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

217 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 110335

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband