Nætur með Arnarldi

Ég eyddi 2 síðustu nóttum með bókina hans Arnaldar Indriðasonar, Myrká milli handanna. Slíkur lestur verður enn áhrifameiri í myrkrinu og þá er líka betra næði til að lifa sig inn í heim fólksins á blaðsíðunum. Hvílíkt vald á orðum og tjáningu þeirra, á persónusköpun og aðstæðum sem fólk ratar inn í. Þarna er tekið á mannlegum brestum, mölbrotnum sálum, gömlum vondum uppeldisaðferðum, já á svo ótalmörgu á sama tíma án þess að slíkt skyggi hvað á annað. Þessi bók er hrein snilld og gerir lesendur kröfuharðari á aðra höfunda og aðrar bækur.  

Miklar þakkir Arnaldur fyrir þessa stórkostlegu bók.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur greinilega átt góðar nætur með Arnaldi.

Hafðu það gott Fríða mín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 12:35

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er höfundur á heimsmælikvarða og ekki bara á glæpasviðinu, heldur eru mannlýsingar hans frábærar og nærfærni gagnvart persónum mikil. Hann fjallar mikið um konur í þessari bók og mér finnst hann gera það af mikilli sanngirni, nærgætni og heilindum. Svo skemmdi ekki að bókin var árituð af höfundinum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.12.2008 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

218 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband