Útifundur - um hvað ??

Hef undanfarna 45 mínútur hlustað á ræðumenn á útifundinum í miðborg Reykjavíkur. Ég er svo sem engu nær um vilja þessa fólks. Það vill jú kosningar í vor, Davíð burt, ríkisstjórnina burt, fjármálaeftirlitið burt, en hvað svo ?? Við erum ríkið, við viljum lýðræði hrópuðu ræðumenn hver í kapp við annan. Þetta er fyrst og fremst reiðiútrás og í versta falli vísir að vinstri sveiflu sem vill einangra landið.

Er fólk að kalla eftir þjóðastjórn, veit ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ekki gott að segja hvað fólkið vill en ég held að eins og komið er þá þurfi ákveðnir hlutir að klárast áður en þeir sem eru núna í stjórinni fara frá völdum. En það hlýtur að koma inn nýtt fólk í næstu kosningum hvenær sem þær verða en helst vildi ég fá að kjósa um fólk en ekki flokka. Þetta flokkakerfi er löngu orðið úrelt bara eins og landbúnaðarkerfið, það þarf að vera hægt að versla við þann bónda sem maður kýs að minnsta kosti í kjötframleiðslunni.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Sammála þér Jónina, landbúnaðarkerfið þarf að opnast, til hagsbóta fyrir bændur og neytendur, en ekki milliliðakerfið, eða eigum við kannski að segja MILLA-Liða-kerfið.  Ég vill fá að versla beint við bóndann minn og það þarf að auka fjölbreytni í því sem framleitt er, líka í garðyrkjunni, sá atvinnuvegur á að fá rafmagn á sama verði og álið, eða er það kannski ekki hægt ?  Því eru kannski allir aðrir en álfyrirtækin að borga það sem vantar uppá þetta lága verð til álfyrirtækjanna ?  Líka við, heimilisnotendur ?

Máni Ragnar Svansson, 15.11.2008 kl. 17:50

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Fólkið vill losna við spillinguna!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.11.2008 kl. 20:20

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er kannski ekki nema von að fólkið sé ráðvillt, en það er að hefjast uppstokkur og uppgjör inni í gömlu flokkunum tveim.  Þar er svo mikið af gamalli hugsun sem þarf að endurnýja.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.11.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

242 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 110220

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband