ESB og Evran er leiðin

EES samningurinn hefur haft margt mjög gott í för með sér fyrir okkar samfélag, en því verður ekki á móti mælt að þeir sem héldu utanum peningamálastefnu á Íslandi brugðust kolrangt við.

Opnuðu allar leiðir uppá gátt í stað þess að fara varlega af stað og halda vel utanum málin með þar til gerðu regluverki.

Að Framsókn skyldi vera boðið í vagninn með Sjálfstæðisflokknum eftir undirritun EES samningsins, gerði það að verkum að helmingaskipti fóru fram eftir "bókinni þeirra" með banka og aðrar ríkisstofnanir sem seldar voru til enskaaðila.

Í skjóli flokkanna gátu gömlu blokkirnar komið sér vel fyrir í einkavinakerfinu. Þeir gleymdu því bara að gamla einangrunarstefnan var farin og allt hennar skjól.

Og svo voru nýir aðilar að hasla sér völl í viðskiptum og það passaði bara ekki. Þá var lögreglan kölluð til og upphófst einn almesti skrípaleikur sem fram hefur farið í íslensku réttarkerfi síðustu áratugi, Baugsmálið svokallaða.

Svo var vesalings krónunni ýtt á flot og um leið upphófst tilraunaverkefni með efnahagsmál á Íslandi.

Þetta tilraunaverkefni er orðið okkur afskaplega dýrt sem nú er ljóst orðið.
Og hefur verið mjög dýrt fyrir fólk og fyrirtæki þessa lands, allan tímann með vöxtum og verðtryggingu í ýmsum hæðum og nú á háaloftinu eins og gálgi með snöru sem eingan langar að hanga, en allir óttast.

Til að taka snöruna, gálgann og allt sem honum fylgir er nú orðin eina leiðin okkar að sækja um aðild að ESB.

Stolteinberg kæfði umræðuna um að norsku krónuna sem björgunarleið í viðtali í gærkvöldi.

Hvort sem fólki líkar betur eða verr, þá er þetta staðan.

Innganga í ESB með aðlögun að gjörbreyttu umhverfi með stöðugleika, án verðtryggingar og með lágum vöxtum.

Eða krónan með gálga hávaxta, verðbólgu og fátæktar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hólmfríður, ég held að þú sért einlægur jafnaðarmaður, en ég held að trú þín á evruna sé ekki jafn raunhæf og trúin á félagshyggjuna.

ESB er ekki um jöfnuð. Ef svo væri hefði ekki evran verið felld í kosningum í bæði Svíþjóð og Danmörku. Evran tapaði kosningunum af því að ESB er svik við hinn almenna borgara, en góður bissness fyrir elítuna. Atvinnuleysi í Svíþjóð er yfir 6%, Atvinnuleysi er helmingi meira í Danmerku en það hefur verið undanfarin ár á Íslandi. Það var lengi álíka og í Svíþjóð en er niður í rúmu prosenti í dag.

Atvinnuleysið minkar hagsveiflur og hjálpar til að halda genginu jöfnu. En og það er hið stóra en, sem við jafnaðarmenn ekki getum sætt okkur við. Atvinnuleysi veldur sjúkdómum, minnimátttarkend, einangrun og skömm hjá þeim sem ekkert hafa að skammast sín fyrir. Þeir eru með sínu atvinnuleysi að jafna hagsveiflu!

Evran riðar til falls sega mér sérfræðingar. Fyrsta teiknið sem ég sé opinberlega var í Viðskiptablaðinu í dag:

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tilkynnt um að evrusvæðið sé á mörkum tæknilegrar kreppu, en hagvöxtur öðrum fjórðungi féll um 0,2% á öðrum fjórðungi ársins. Jafnframt er varað við því að fyrsta kreppa evrusvæðisins frá því að sá gjaldmiðill var tekinn í notkun sé innan seilingar.

Framkvæmdastjórnin spáir jafnframt 0,1% samdrætti á þriðja og fjórða fjórðungs þessa árs. Hagvöxtur á næsta ári verður aðeins 0,1% og 0,9% árið 2010.

Það gerðist hratt á Íslandi þegar það gerðist.

Þarf evran að leita eftir sterkari gjaldmiðli?

Í hvaða bandalag eiga þeir að ganga?

bestu kveðjur og þakklæti fyrir góðan málflutning á eyjunni

Guðni Stefánsson

GS (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

220 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband