Silfrið - viðmælendum mismunað

Egill Helgason sýndi það vel í Silfrinu í dag að hann mismunar viðmælendum eftir því hvaða málstað þau styðja. Formælandi Indefens hópsins fékk nánast allan þann tíma sem hann vildi, á meðan Sigríður Ingibjörg Ingvadóttir var stöðvuð hvað eftir annað þegar hún kaus að útskýra sjónarmið ríkisstjórnarinnar í ICESAVE málinu.

Það er greinilegt að EH og fleiri fjölmiðlamenn hafa varast að horfa til þeirra tafa á erlendu lánsfé til framkvæmda á Íslandi, sem neitun forsetans á undirskrift breytinga á ICESAVE samningnum 05.01.10, hefur valdið. 

Frétt um það í kvöld, að Landsvirkjun sé væntanlega að fá lán vegna Búðarhálsvirkjunar samþykkt í vikunni, beint í kjölfar samningsins (þó ekki sé búið að fjalla um hann í þinginu) er skýrt dæmi um skaða sem tafir á ICESAVE hafa valdið. Hvað ætli töfin á afgreiðslu lánsins til Landsvirkjunar kosti þjóðarbúið ???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæl Hólmfríður,  segi nú æ æ æ við þessu plöggi. 

Ástæðan, ég var nýbúin að heyra upprifjun þeirra sem töluðu með miklum þunga frá ræðustóli á Alþingi, um þær hörmungar

sem yfir oss myndu dynja, ef Æsseif yrði ekki samþykkt.  Hjó sérstaklega eftir málfluntingi Sigríðar, sem var næstum að missa andann og vitið  af

æsingi, og sagði svo í Silfrinu í dag að hún hefði nú dottið inn í þetta á júní dögum 2009, og jú þetta liti nú allt miklu betur út í dag, en þau vissu ekki betur þá.

Nei!  Þeir sem bera fyrir sig þeirri aumu afsökun, að "þau vissu ekki betur því engar aðrar forsendur voru á borðinu" segi ég svei, eða hvað

varð um dómgreind þessa fólks?

Þessi síðasta setning þín um "hvað ætli þessi og hin töfin kosti" ærir stöðuga jafnt sem óstöðuga Hómfríður.

Ævarandi skömm sé að slíkum málfutningi.  

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.12.2010 kl. 04:05

2 Smámynd: Gunnar Waage

Jenný Stefanía er sérfræðingur í Investigative Forensic Accounting, þess utan þá er ég sammála henni.

Það voru tveir menn í þessum umræðum sem áttu afgerandi meira erindi sökum þekkingar sinnar, annars vegar sérfræðingur Indefence og hins vegar blaðamaður af Viðskiptablaðinu.  

Gunnar Waage, 13.12.2010 kl. 05:36

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ætli Egill Helgason sé ekki orðinn pínulítið meðvitaður um, að kominn er tími til að rétta af stjórnarsinnaðan balancinn á þáttum hans?

Svo er þetta rangt hjá þér um Landsvirkjun, Hólmfríður. Hún hefur nýlega (áður en þessi Icesave-samningur var gerður) endurfjármagnað sig hjá þýzkum banka. Það er líka fráleitt fyrir þig að gefa þér, að þessi Icesave3-samningur sé í höfn og að erlend lánsfyrirtæki séu svona bráðlát að gera ráð fyrir löggildingu hans. Meirihluti þjóðarinnar telur, að við (þjóðin og ríkissjóður) eigum ALLS EKKERT að borga af Icesave-skuldum Landbankans.

Einnig má vitna hér að lokum til orða Lofts Þorsteinssonar á thjodarheidur.is:

"Fullyrðingar Vilmundar um erfiðleika Landsvirkjunar eru rangar, því að fyrirtækið er ekki í erfiðleikum með fjármögnun. Hins vegar verður varla um áframhaldandi samvinnu að ræða við Evrópska fjárfestingarbankann, vegna þess að hann er tregur til að lána í Bandaríkjadölum (USD).

Landsvirkjun vill taka lán í USD vegna þess að 70% tekna fyrirtækisins er í Bandaríkjadölum og eðlilega er hagkvæmara að taka erlend lán í þeim gjaldmiðli. Hægt er að taka gjaldmiðla-tryggingar, en því fylgir kosnaður og Evrópski fjárfestingarbankinn verður að taka þann kostnað á sig, með lægri vöxtum. Á vef Landsvirkjunar er hægt að sjá staðfestingu á þessari stöðu:

»Landsvirkjun gerði í ársbyrjun 2008 Bandaríkjadal að starfrækslumynt fyrirtækisins á grundvelli alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS), enda eru um 70% tekna hennar í þeirri mynt ásamt stórum hluta skuldanna. Landsvirkjun hefur fyrir vikið sloppið við hin gríðarlegu gengisáhrif sem íslensk fyrirtæki hafa almennt orðið fyrir við fall krónunnar. Innlendar tekjur og rekstrarkostnaður Landsvirkjunar eru í jafnvægi og gengisáhætta Landsvirkjunar vegna krónunnar er því óveruleg.«"

Jón Valur Jensson, 13.12.2010 kl. 08:09

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna beindi Loftur orðum sínum að Vilmundi Jósefssyni hjá SA.

Jón Valur Jensson, 13.12.2010 kl. 08:11

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæl Hólmfríður, það er rétt hjá þér, Egill Helga er ekki mikið fyrir það að vera með vandaðan málflutning. Þetta sést best á umfjöllun hans á ESB aðlögunarferlinu! Egill fellur í þá gryfju að fjalla um mál eftir eigin sannfæringu, sem oftast er gegn því sem meirihluti þjóðarinnar vill. Hann velur gjarnan í þátt sinn fólk sem er á sömu línu og hann og leifir því að blása út í eitt.

Sú staðreynd að Egill skuli vera á móti icesave er þó góð. Hann sannar þar að honum er ekki alls varnað.

Gunnar Heiðarsson, 13.12.2010 kl. 08:39

6 identicon

Fulltrúinn frá In-defense talaði af skynsemi, Sigríður gerði það ekki ... svo einfalt er það.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 10:55

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Takk fyrir tilskrifin og ég átti meira en von á að fólk væri ekki sammála mér um ICESAVE. Að því slepptiu um hvaða mál er verið að ræða hverju sinnu, verður þáttastjórnandi að gefa viðmælendum sínum sem jöfnust tækifæri til að tjá sig. Gagmrýni mín beinist að þeim þætti sérstaklega.

Tel að þáttur eins og Silfur Egils sé vettvangur fyrir skoðanaskipti og þá verða allir sem þátt taka að hafa tíma til að tjá sig. Þáttastjórnandi á að örfa þau skoðanaskipti freka en að hamla þeim, eins og mér fannst EH gera í gær.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.12.2010 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

231 dagur til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband