Áhugaverð grein eftir Kaupfélagsstjórann í Borgarnesi

Var að lesa mjög áhugaverða og góða grein á Pressunni eftir Guðstein Einarsson sem hann kallar, Villtu bæta kjör þín um 105 þúsund á mánuði, sjá hér

Þarna vísar Guðsteinn í bætt kjör meðalfjölskyldu vegna húsnæðiskaupa upp á 20 milljónir, ef lánakjör á ESB svæðinu eru borin saman við Íslenskan veruleika í lánakjörum.

Það sem mér finnst vera ánægjulegast við þessa grein er að höfundur hennar er Kaupfélagsstjóri. Sú tegund fyrirtækja (þ. e. Kaupfélögin) hafa verið mjög tengd bændastéttinni í landinu og talað fyrir þeirra sérhagsmunum. Þarna er því nýr og gleðilegur tónn úr þessum geira þar sem hagsmunir fjöldans eru teknir fram yfir gamaldags sérhagsmunagæslu sem er í raun alls ekki til bóta fyrir neinn.

Ég vil hag okkar allra sem bestan og með góðum samningi við ESB er allnokkur von til þess að okkur takist að komast að nýju á réttan kjöl og viðhalda hér viðunandi lífskjörum fyrir okkur öll.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Frú Hólmfríður.

Fyrir utan alveg sérkennilega aulalega afstöðu þína til Samvinnuhreifingarinnar, ber þessi færsla þín glöggt vitni um hvernig fylgismenn ESB-aðildar lepja gagnrýnislaust upp lofsyrði hvors annars og rökleysu.

Í dæmi sínu, gerir Guðsteinn ráð fyrir 6,5% verðbólgu en aðeins 5% vöxtum.  Er það einkennandi fyrir Evrópu?

Afborgun af 20 milljóna láninu eru 132.000 á mánuði.  Samkvæmt ykkar skilningi verður afborgunin ekki nema 28.000.  Því fer víðs fjarri.

Sigurður Jón Hreinsson, 4.9.2010 kl. 14:08

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Afstaða mín til Samvinnuhreyfingarinnar er tilkomin vegna áratugareynslu og margra upplifana minna af störfum hennar, hin síðari ár. Tek það fram að föðurafi minn kom mikið að stofnun Kaupfélags hér í V Hún í byrjun 20 aldar og þá voru Kaupfélögun vissulega mikil lyftistöng, en svo uxu þau og breyttust með árunum og urðu að auðsöfnunarapparötum eins og svo margt annað í höndum misvitra stjórnenda. Lög um deildaskipt samvinnufélög eru svo þannig uppbyggð að valdagráðugir stjórnendur geta ná það einræðisstöðu, samanber Þórólf Gíslason sem hefur nýtt sér þau út í ystu æsar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga.

Á Hvammstanga var alla 20 öldina rekin öflug kaupmanna verslun samhliða Kaupfélaginu.

Í dæmi sínu, gerir Guðsteinn ráð fyrir 6,5% verðbólgu en aðeins 5% vöxtum. segir þú. Mikið rétt, og þar er hann að tala um hinn sér íslenska raunveruleika með verðtryggingu.

Síðan reiknar hann út afborganir af sama láni, væri það tekið á kjörum sem eru algeng innan ESB og fær út allt aðra niðurstöðu eins og vænta mátti.

Gagnrýnin hugsin er ekki það sama og aulagangur og ég tek þá athugasemd þína um mig persónulega, ekki til mín.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.9.2010 kl. 14:42

3 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sæl frú Hólmfríður.

Orð mín um aulalega afstöðu til ákveðinnar hreifingar, vísa á engann hátt til þess að persóna þín sé þannig almennt.  Byðst ég afsökunar ef það hefur litið þannig út.  Hinsvegar sé ég að afstaða þín hefur mótast að því meini sem síðar varð Samvinnuhreifingunni að falli, einmitt því að þetta voru félagasamtök opin öllum.  Þannig komust menn til metorða, valdagráðugir einræðisherrar sem höfðu það markmið að eyðileggja félagsskapinn og græða sjálfir.  Nóg um það.

Það skal vera alveg á silfurtæru að ég er andstæðingur verðtryggingar og tel þjóðina vera þræla hennar.  Verðtryggingin hefur fylgt okkur síðustu 35 ár, vegna afleitrar efnahagsstjórnunar allt frá lýðveldisstofnun.  Á sínum tíma töldu menn hana virka sem bremsu á verðbólgu, en hin síðari ár er alveg ljóst að hún er verðbólguhvetjandi.

Verðtrygginguna átti að leggja af upp úr 1990, samkvæmt Þjóðarsáttarsamningunum, en ríkisstjórn Davíðs Oddsonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar sveik það.  Kratar bera því ábyrgð á þessum ósköpum....

En að dæminu góða, hans Guðsteins.

Hann spyr í fyrirsögn, hvort við viljum bæta kjör okkar um 105 þúsund á mánuði.  Hver vill það ekki.  En hann er samt ekki að bjóða það.  Lánið sem hann nefnir 20 milljónir til 25 ára og 5% vöxtum, kallar á afborganir upp á 132.000.- á mánuði.  Í tilfelli þess láns sem er án verðtryggingar, eru afborganirnar óbreittar allann tímann.  Í tilfelli verðtryggða lánsins, verður hækkun allann tímann, á afborgununum og verður síðasta greiðsla verðtryggða lánsins 465 þús.  Sú upphæð er samt sem áður í beinu samhengi við allar vísitöluhækkanir.  En hvað er þá afborgunin af óverðtryggða láninu há í sama samhengi?  132/465= ca 30%.  Sem þýðir að útjafnað á 25 árum, úr 100% og niður í 30% = 65%.   65% af 132.000.- eru 87.000.-  Samkvæmt því er sparnaðurinn 45.000 á mánuði miðað við 6,5% verðbólgu.  Hinsvegar vita menn að verðbólga í Evrópu er minni og því verður sparnaðurinn að sama skapi minni.

Eftir stendur sú augljósa staðreynd að eina leiðin til að ná niður verðbólgu, er að fella niður verðtrygginguna.  Það getum við Íslendingar vel gert, jafnt í sem utan ESB.

Sigurður Jón Hreinsson, 4.9.2010 kl. 22:33

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þakkir fyrir afsökunarbeiðni þína 

Þó ég fegin vildi sjá verðtrygginguna á bak og burt, er ég því miður vissum að það verður ekki gerlegt með krónugreyinu. Peningaöflin í landinu munu heldur ekki taka slíkt í mál og má nefna Lífeyrissjóðina í því sambandi. Davíð og Jón Baldvin hefðu ekki getað staðið við þetta kosningaloforð nema að ganga í ESB. Það vildu þeir báðir á þessum tíma, en Davíð snérist hugur, því miður.

Það er líka að fleiri þáttum að hyggja þegar rætt er um inngöngu í ESB. Eitt af því er framtíð landbúnaðar á Íslandi. Með auknu viðskiptafrelsi með landbúnaðarafurðir og því að alþjóðasamningar verði gerðir um niðurfellingu stuðnings við landbúnað, er mun betra fyrir íslenska bændur að vera innan ESB en utan.

ESB er og verður mun sterkari samningsaðili gagnvart umheiminum en litla Íslands og á því munu íslenskir bændur hagnast. Við erum á harðbýlu svæði og einnig það nærri Norðurheimskautinu að við munum mjög trúlega fá heimildir til að ríkisstyrkja okkar landbúnað.

Það eru mörg sjónarmiðin í sambandi við væntanlega/mögulega aðild okkar að ESB og margt sem þarf að ræða.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.9.2010 kl. 00:42

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Eftirfarandi er af Bloggsíðu Guðbjörns Guðbjörnssonar á Eyjunni og varðar samanburð hans á lánum hér og í Þýskalandi:

"Fyrst eftir að ég flutti heim til Íslands árið 1998 gerði ég mér það stundum að leik að bera saman lánakjör hjá gamla viðskiptabankanum mínum í Þýskalandi, Sparda Bank, og hjá Íslandsbanka og Íbúðalánasjóði hér heima á Íslandi. Samanburðurinn var sorglegur og því hætti ég þessu að mestu mjög fljótlega. Af því tilefni að leiðtogafundur ESB samþykkti að fara í aðildarviðræður við Íslendinga í dag ákvað ég að gefa landsmönnum innsýn inn í lánamarkaði venjulegs fólks á meginlandi Evrópu.

Fyrst skulum við fara yfir fasteignalánamarkað hér heima. Hámarkslán frá íbúðalánasjóði nú eru 20 milljónir króna og sé lánið tekið til 40 ára hljóðar fyrsta afborgun lánsins upp á 143.592.156 kr. Ef miðað er við 5% verðbólgu á ári – sennilega ágætis viðmið – væri síðasta greiðslan að 40 árum liðnum 679.009 kr. en þessi gríðarlega hækkun er vegna verðtryggingar íslenskra lána. Ef tekið er bílalán hjá Íslandsbanka til 60 mánaða upp á 2 milljónir króna á 8,6% verðtryggðum vöxtum er fyrsta afborgunin 42.950 kr. en afborganir lækka síðan niður í 35.525 kr. Eftir því sem mér skilst kemur verðtryggingin til viðbótar við þessar tölur og því í raun ekkert að marka lokatölurnar. Skýrt er tekið fram að upplýsingar í reiknivél séu einungis ætlaðar til viðmiðunar og geti tekið breytingum.

Ef við skoðum fasteignalán upp á 20 milljónir frá mínum gamla viðskiptabanka úti, sem ber næstu 10 ár fasta vexti upp á 3,7%, eru fastar afborganir af láninu 630 evrur á mánuði (100.000 kr.) næstu 10 árin. Ekki má gleyma að þessi erlendu lán eru án verðtryggingar. Verðbólga í Þýskalandi undanfarin 15 ár hefur verið um 1,6%, sem þyrfti þá draga frá vöxtunum, sem falla við það niður 2,1%. Að auki verður að taka fram að afborgunin eða höfuðstóllinn hækka ekki næstu 10 ár, þar sem vextir eru fastir og engin verðtrygging. Afborgunin af láninu væri því 630 evrur um næstu mánaðarmót og hún væri það enn 1. júlí 2020. Miðað er við að lánið sé greitt niður á 40 árum og árleg endurgreiðsla því 2,5% af höfuðstólnum. Upphafleg lánsfjárhæð væri 127.340 evrur (20 milljónir kr.), en að 10 árum liðnum væri höfuðstóll lánsins kominn niður 89.430 evrur (14.040.000 kr.). Ekki má gleyma að laun hefðu hækkað í Þýskalandi á þessum tíma í takt við verðbólgu og hugsanlega hlutdeild launþega í aukningu þjóðarframleiðslu. Engin verðtrygging væri á láninu og það rýrnaði því í takt við verðbólguna. Hér er þessu í raun öfugt farið, því laun eiga ekki að hækka næstu ár, en verðtryggingin mun sjá um að lánin okkar hækki duglega. Hvað þýska bílalánið varðar er hægt að fá bílalán frá lánafyrirtækinu Bon Kredit til 60 mánaða með 5,14% óverðtryggðum, föstum vöxtum og eru fastar afborganir af láninu upp á 237 evrur (37.700 kr.). Afborganir af bílaláninu yrðu því frá 1. til 60. greiðslu eða í 5 ár 237 evrur á mánuði.

Munurinn á íslenska og þýska kerfinu er ekki aðeins, að við Íslendingar erum að borga 186.500 kr. á mánuði á meðan Þjóðverjar borga 137.700 kr. heldur er eignamyndunin allt önnur. Afborganir Þjóðverjans eru þær sömu á fasteignaláninu í 10 ár og á bílaláninu þar til það er uppgreitt að 60 mánuðum liðnum. Þjóðverjinn er að borga fasteignaskuld sína niður á 10 árum um 25% á meðan okkar skuldir aukast bara vegna verðtryggingarinnar. Að auki tryggir verðtryggingarkerfið, að við Íslendingar búum við fullkomna óvissu um hver afborgun bíla- eða fasteignalána er í næsta mánuði, á næsta ári eða eftir 10 ár.

Það er eitt ráð við þessu og það er að ganga í Evrópusambandið og taka upp annan lögeyri. Hversvegna vill 60 % þjóðarinnar láta fara svona illa með sig?"

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.9.2010 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

266 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband