Guðlaug Þór skortir siðferðisvitund kvenna - ætlar ekki að segja af sér.

Styrkjalisti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar Alþingismanns er að hluta til hér að neðan, það er að segja sá hluti sem hann birti í sama mund og verið var að kynna nýjan meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur - skrítin tilviljun finnst ykkur ekki.

Actavis Group hf 250.000 - Atorka Group hf 1.000.000 - Austursel ehf 1.500.000 - Baugur Group ehf 2.000.000 - Bjarni Ingvar Árnason 250.000 - Bláa Lónið 400.000 - Borgarverk ehf 250.000 - Brim hf 300.000 - FL Group 2.000.000 - Fons hf 2.000.000 - Guðmundur Kristjánsson 200.000 - Gylfi og Gunnar 200.000 - HF Eimskipafélagið 500.000 - Intrum á Íslandi 300.000 - Kaupþing banki hf 1.000.000 - Landsbanki Íslands 1.500.000 - Milestone ehf 750.000 - Sigurður Bollason 500.000 - Tékk Kristall 200.000  - VBS fjárfestingabanki 30.000 - Vínlandsleið ehf 150.000 - Þóra Guðmundsdóttir 500.000 - Örninn hjól ehf 75.000 = Kr 15.855.000

Það hefur sem sagt kostað skildinginn að bola Birni Bjarnasyni út af þingi.  GÞÞ taldi þetta þó hóflegan kostnað í samtali sið Egil Helgason skömmu eftir kosningarnar 2007.

Þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins þykir ekki við hæfi að vera að ræða þessa styrki núna, það voru einfaldlega aðrir tímar þá.

Mikið rétt - það eru aðrir tímar núna, nú eru stjórnmálamenn krafðir um að axla ábyrgð á svona styrkveitingum og víka til hliðar, segja af sér. Steinunn Valdís gaf fordæmi og sendi skilaboð.

Guðlaugur Þór Þórðarson hefur lýst því yfir að hann ætlar EKKI AÐ SEGJA AF SÉR.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Hvað hefur þetta með siðferðistvitund kvenna?

Var það kannski af siðferðistvitund sem Steinunn Valdis sagði af sér? Ekki að hennar eigin flokksmenn þvinguðu hana til að segja af sér? Hvað annað gerðist rétt fyrri kosningar? Það voru engar nýjar upplýsingar í málinu, ekki annað en að Samfylkingin stefndi í stór tap í Reykjavík.

TómasHa, 5.6.2010 kl. 22:54

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er viðurkennt að konur hugsa öðruvísi en karlar. Steinunn Valdís gerði það sem hennar réttlætiskennd og siðferðisvitund sagði henni. Víst var að henni lagt af hennar eigin flokksfólki og það sýnir líka siðferðisvitund.

Einhvern veginn er það svo að Sjálfstæðismenn líta öðruvísi á svona mál, alla vega karlarnir. Mér fannst ég heyra hikandi tón í málfluttningu formanns þingflokks þeirra Ragnheiðar Árnadóttir, og hef óljósan grun um að henni persónulega mundi hugnast betur að GÞÞ segði af sér. Þar kem ég aftur að siðferðisvitun kvenna. Ef þér hugnast ekki mín rök, þá er það bara þannig.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.6.2010 kl. 00:10

3 Smámynd: TómasHa

Þetta snérist ekki um siðferðistvitund. Sá sem lagði opinberlega að henni var sá sem var úti í skoðanakönnunum og sótti því að Steinunni. Seinna þurfti sami maður að velta fyrir sér hvort hann tæki sæti þótt hann hafi boðið sig fram.

Ég efast ekki um að karlar hugsi á annan hátt en konur, hins vegar er þetta dæmi ekki neitt sérstaklega gott og ekki sérstaklega til þess fallið að segja að konur séu heiðarlegri en karlar. Steinunn hefði átt að segja af sér strax þegar þetta mál kom upp en ekki þegar leit út fyrir að Samfylkingin hlyti afhroð.

Flokkshollusta og flokksþrýstingur er ekki það sama og siðferðisvitund.

TómasHa, 6.6.2010 kl. 00:40

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú álítur Hjálmar vera valdamikinn. Það var búið að skapa mikinn þrýsting á Steinunni Valdísi og einnig Þorgerði Katrínu, sem sagði líka af sér varaformennsku í sínum flokki eins og tók sér leyfi frá þingstörfum allir vita. Það tel ég líka hafa borið vott um siðferðisvitund hennar sem konu. Það vekur líka athygli að mun harðar er sótt að konum en körlum vegna þess sem talið er að aflaga hafi farið. Hvers vegna er það gert.

Ég vil líka benda þér á að Samfylkingin er fyrsti flokkurinn til að skipa nefnd/hóp til að skoða innri mál flokksins hvað varðar siðferði og þar er kona formaður. Vissulega get ég tekið undir að Steinunn Valdís hefði átt að segja af sér fyrr. En það breytir ekki því að hún gerði þetta af sinni siðferðilegu skyldu eins og Þorgerður Katrín.

Guðlaugur Þór á líka að vera búinn að segja af sér nú þegar. Hann var "keyptur" til að gæta hagsmuna og að koma ráðherra frá. Það liggur mjög ljóst fyrir

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.6.2010 kl. 03:48

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Menn eins og Guðlaugur Þór segja ekki af sér. Þeir eru einfaldlega síðblindir. Einhverja hluta vegna finnist slikir einstaklingar frekar hjá karlkyninu en kvenkyninu, kannski vegna þess að fleiri karlar eru virkir í stjórnmálunum. En svo er staðreynd að konur hugsa öðruvísi og setja önnur mál í forgang en karlar.

Úrsúla Jünemann, 6.6.2010 kl. 11:21

6 Smámynd: TómasHa

Þessi nefnd var algjört blöff. Það vildi svo skemmtilega til að hún ákvað að taka tímabil þar sem engin prófkjör höfðu farið fram og reglur um prófkjör höfðu verið endurskoðuð þar sem frambjóðendur þurftu að fara að reglum um hámarksfé og upplýsingaskildu. Yfirlýsing nefndarinnar var því að styrkjamál Steinunnar væri fyrir utan hennar verksvið.

Hverskonar kattarþvottur er það?

Samfylkingin sjálf er ekki með hreint mjöl í pokahorninu. Hún þáði feiknalega háa styrki frá sömu aðilum og Sjálfstæðisflokkurinn. Þeir gerðu þetta bara þannig að þessu var dreift á fleiri félög í einu sömu manna.

TómasHa, 6.6.2010 kl. 22:55

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Stendur einhvar skoðun fyrir dyrum hjá öðrum stjórnmálaflokkum um það tímabil sem nefnd Samfylkingarinnar er að skoða. Verði það niðurstaðan hjá okkur að láta nefndina taka þau styrkjamál sérstaklega til skoðunar, verður það gert.

Sá tími sem Samfylkingin var með sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn er þegar á allt er litið, sá tími sem brýnast er að skoða. Styrkveitingar til einstakra frambjóðenda eru sér kafli og þar eru allir flokkar með sinn slóða, mis slæmann að vísu. Ég er ekki með nokkrum hætti að draga fjöður yfir okkar slóða þar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.6.2010 kl. 23:50

8 Smámynd: TómasHa

Það er einmitt engin ástæða til að skoða þetta tímabil, það er tímabilið á undan sem þarf að skoða. Menn vita fyrirfram hver niðurstaðan er enda voru flokkarnir og frambjóðendur með allt upp á borðinu á þessum tíma.

Menn verða að skoða tímann hjá sér áður en lögin voru sett um opið bókhald.

TómasHa, 7.6.2010 kl. 00:00

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er verið að skoða hvernig þingmenn og ráðherrar unnu í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn mánuðina fyrir Hrun - í Hruninu - eftir Hrun. Þessi nefnd var ekki sérstaklega skipuð til að skoða styrkjamálið, en vissulega er ástæða til að skoða það. Þú hefur greinilega ekki lagt þig fram um að lesa athugasemd mína hér á undan.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.6.2010 kl. 00:06

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Svo er rétt að beina því til hinna flokkanna líka að fara vel yfir styrkjamálin - hver hjá sér. Þátttaka formanns Sjálfstæðisflokksins í viðskiptalífinu með aðkomu að máli Sjóvá, er líka mál sem sá flokkur þarf að skoða vandlega. Það hlýtur að veikja flokkinn sem heild að formaðurinn hafi tekið þátt í þeim viðskiptum. Það þótt ekki við hæfi að Þorgerður Katrín gengdi stöðu varaformanns í flokknum og það get ég vissulega tekið undir. Vafasöm viðskipti eru vafasöm viðskipti, bæði hjá konum og körlum, ekki satt???

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.6.2010 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

219 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 110321

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband