Hugleiðing um flokkshollustu og undirlægjuhátt.

Hvað er flokkur, er hann ekki hópur fólks með ákveðnar grundvallar skoðanir. Það er samt ekkert sem bannar neinum að hafa sínar skoðanir þó þær séu aðrar en meirihluti fólksins í flokknum hefur. Það á enginn flokk, ekki formaður hans, stjórn eða nokkur annar. Stefnuna ákveður fólkið í flokknum og það breytir henni þegar það hæfir.

Flokkshollusta finnst mér ekki viðeingandi orðum mann A sem hafa selt viðhorf sín fyrir aðgang að verkefnum hjá bæjarfélagi sem er stýrt að manni B sem hefur tekið sér mun meiri völd en hann á að hafa samkvæmt hefðum og venjum.

A er því með ákveðinn undirlægjuhátt gagnvart B og fær í staðinn verkefni án útboðs. Það er ekki hollust við einn eða neinn, nema síður sé. Það er heldur ekki flokkshollusta að fara eftir línum frá formanni sem hótar, hæðir, rekur og rægir. Það er undirlægjuháttur hópsins við ofurvaldið.

Stjórnarskráin okkar er úrelt og gölluð. Það er valdakerfi frá 19. öld sem í grunninn skapar kjöraðstæður fyrir einstaklinga með einræðisáráttu og þá höfum við haft hér við völd á undaförnum áratugum. Þessir einstaklingar hafa farið misvel með sitt vald og líka gengið misvel að fela sitt einræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þar sem enginn hefur tekið undir þessar hugleiðingar um flokkshollustu og undirlægjuhátt skal ég gera það Hólmfríður mín.

Í bæjarfélagi sem stýrt er af manni B eru flokkur sem við skulum kalla S. Félagar í þessum flokki er kallaðir S-snúðar. Í bæjarstjórnin fyrir S er skólastjóri sem ætti að hafa aðhald að bæjarstofnunum en hefur óátalið farið milljónatugum yfir heimildir á síðustu árum. Síðan kemur var annar sem vann samning fyrir bæinn og hoppaði síðan og gerðist framkvæmdastjóri fyrir samningsaðilann og setti milljónatuga bagga á bæjarsjóð hafði síðan ekki manndóm til þess að segja af sér heldur fékk tilbúna stöðu fyrir sig í bæjarkerfinu eftir sukkið. Fjórði S-snúðurinn gerðist all ágengur í lóðaúthlutun fyrir sig og fjölskyldu sína og er látinn hætta í kyrrþey. Forystusauðurinn í hjá S-sauðunum var síðan staðin að verki við mjög ótilhlýðilegt athæfi á einum skemmtistöðum bæjarins. Þá á eftir að geta þess að tveir bæjarfulltrúar S-sauðanna sæta rannsókn fyrir meint lögbrot í stjórnarstarfi fyrir lífeyrissjóð bæjarstarfsmananna. Hinir tveir hafa verið kærðir fyrir atvinnuróg.

Það er ekki nema von að S-frúin frá Hvammstanga sem þekkir svo vel aðstæður úr bæjarfélaginu þar sem B er bæjarstjóri, telji sig umkomin til að dæma B eða A án þess að hafa minnstu þekkingu á aðstæðum. Þar sem S-frúin hefur sjálf gefið það út að vera dregin á S- asnaeyrunum reglulega, ætti hún að fá aðstoð til draga ályktanir út frá þessum staðreyndum heimamanns, frá aðilum úr sínu héraði sem ekki hafa S-asnaeyru, eða það sem á milli þeirra er.  

Sigurður Þorsteinsson, 15.2.2010 kl. 23:51

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Sigurður. Þakkir fyrir þessar athyglisverðu upplýsingar. Þú hefur greinilega áhyggjur af minni vankunnáttu í bæjarmálapólitíkinni í þessu blessaða bæjarfélagi.

Ef að kusk fellur á einn flibba, þá er farið og leitað í hinum. Gott eftirlit sýnist mér og það er frábært. Ég kannast bara ekki við þessi asnaeyru sem þú talar um en það er líka allt í góðu.

Ég er félagshyggjumanneskja og stend afar stolt og glöð í þeim sporum.

Það er bara eitt sem vekur furðu mína og það er að ekki er reynt með einu orði að bera blak af þeim persónum sem ég setti inn í mína færslu, heldur leitað með logandi ljósi að óhreinu mjöli í öðrum pokum. Þetta er kannski svona spillt bæjarfélag eftir langvarandi yfirstjórn bæjarstjórans.

Þá finnst mér ekkert vit í að hann komist til valda að nýju.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.2.2010 kl. 11:24

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Hólmfríður.

Útrásarvíkingarnir hafa ekki lokið sínu verki enn. Rúmur helmingur fjölmiðla er í þeirra eigu, og þar eru menn ,,teknir niður". Það vill til að þessi verkfræðingur var að gagnrýna núverandi bæjarstjóra og samflokksfólk þitt og hann átti von á einhverjum sóðaskap. Í hverju stóru sveitarfélagi eru fullt af verktökum úr öllum flokkum. Sumt er boðið út, oft eru  verðkannanir notaðar og stundum er samið við verktaka, en þess þá gætt að verðlagning sem sanngjörn.

Í gær sagði forystukonan þín í bæjarfélaginu mínu:

"Mér sýnist í sumum tilvikum sem reikningar hafi verið greiddir fyrir verk sem lauk tveimur árum fyrr. Það er mjög sérstakt," 

Í dag segir hún. " Hún gerir ekki athugasemdir við að nokkrir reikningar Halldórs hafi borist seint. Slíkt geti skrifast á samninga um að halda eftir greiðslu í ákveðinn tíma eftir verklok".

Hólmfríður svona til þess að segja þér hvernig fjölmiðlafræðin vinna. Ef ég segi í dag að þú ástundir óeðlileg vinnubrögð og fæ það birt, og kem síðan á morgun og segi að þessi vinnubrögð hafi nú e.t.v. verið lagi, er ég búinn að koma höggi á þig og ákveðinn stór hluti  lesenda mun fá þá mynd af þér að þú ástundir óvönduð vinnubrögð.

 Oddviti þinn í bæjarfélaginu mínu, skrifaði fjölda greina á tímabili, þar til að hún hrasaði á siðferðisprófinu. Fyrst var eitthvað ólöglegt, síðan hugsanlega ólöglegt, þá löglegt en siðlaust en aldrei kom hún fram  og sagði ég var bara að bulla um eitthvað sem ég hef ekki hugmynd um.

Það ver illa saman að vera skoðunarmaður og vera verktaki fyrir bæjarfélagið mitt. Það eru þó siðferðilega smábrot miðað við það sem bæjarfulltrúar þínir í sveitarfélaginu mínu ástunda.  Ég sé þig með þessi asnaeyru á meðan málfutningur þinn er á þessu plani sem hann nú er.  

Sigurður Þorsteinsson, 16.2.2010 kl. 13:41

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta dæmi sem ég tók með flokkshollustuna og undirlægjuháttinn hefur greinilega snert viðkvæmann streng hjá þér og við því er svo sem ekkert að gera. Það var ekki ætlunin að taka þátt í einhverju skítkasti sem flokkast undir kosningabaráttuna í Kópavoginum. Þekki innviði bæjarmála Kópavogs ekki það vel að ég taki þátt í málefnalegri umræðu um þau, enda er ekki boðið uppá þau í þínum skrifum. Sé Guðríður Arnardóttir að leiðrétta ummæli sín, þá er það bara hið besta mál.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.2.2010 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

239 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 110238

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband