Sunnudagskvöld fyrir 15 árum

Það er sunnudagskvöld og ég átti kvöldvakt á Sjúkrahúinu á Hvammstanga, klukkan er tæplega 9. Flestir heimilsmenn komnir í ró, ég skepp í eldhúið til að ná í kaffisopa fyrir hjúkkuna. Er í dyrunum á vaktherberginu þegar neyðarsíminn hringir. Raflostið fyllir herbergið - rúta valt í Hrútafirðinum.

Kalla þarf út lækna, hjúkrunarfólk, björgunarsveitir og almannavarnanefnd. Finna til sængur, teppi og hjúkrunarvörur. Héraðslæknirinn mætir og gefur fyrirmæli, við horfumst í augu augnablik. Ég sé óttann og ábyrgðina.

Hratt er unnið, kvöldið, nóttina og næstu daga. Áfallateymi að sunnan kemur og vinnur með okkur á miðvikudag og hyggst halda áfram daginn eftir. Morgunfréttir fimmtudag, SNÓFLÓÐ Á FLATEYRI - FÓLK GRAFIÐ Í RÚSTUM HÚSA. Okkur fallast hendur - hvað erum við að kvarta. Áfallateymið pakkar saman - þess býður risavaxið verkefni - heilt byggðarlag.

Hjúkkan drakk aldrei kaffið - því var hellt á mánudeginum.


Halldór - Davíð - Íraksstríðið

Mikið eru tvímenningarnir heppnir að ráðherraábyrgð fyrnist á 3 árum. Þetta ljóta mál er þó bara eitt af mörgum sem þeir hafa á sinni samvisku. Þjóðarbúið stendur í ljósum logum og þeir tveir bera þar mesta ábyrgð. Þeir skiptu þjóðarbúinu milli sinna vinahópa sem var svo hleypt óhindrað í köku okkar allra. Hún var síðan holuð að innan og hrundi að lokum saman þegar skelin ein var eftir. Svo mikið liggur við að almenningur komist ekki í leifarnar að varðhundahópum er sigað á hvern þann sem reynir að ná sig í mola.


Áhrif aðildar Íslands að ESB á samfélagið !

Hlustaði á Magnús Bjarnason í Silfrinu á sunnudaginn og finnst hann koma með mjög góðar og gagnlegar upplýsingar, sem hefur virkilega skoðað málefni okkar sem væntanlega aðila að ESB  ofan í kjölinn.

Þær upplýsingar sem hann kom með eru að mínu áliti til staðfestingar á mörgu sem við aðildarsinnar höfum sagt.

Við höfum verið skömmuð fram og aftur fyrir áróður og beinlínis lygar. Fyrst tók ég þessar skammir aðeins nærri mér og hélt jafnvel að ég hefði tekið skakkt eftir.

Sá tími er löngu liðinn og gott betur. Magnús staðfesti enn betur það sem ég hef verið að skrifa um og nú brosi ég bara út í annað og hristi höfuðið yfir skrifum andstæðinga ESB aðildar.


Rannsaka þarf mun meira !

Það hefur að mínu áliti legið fyrir allt frá Hruni að ábyrgðin á því sé að verulegu leiti á herðum fyrrverandi Forsætisráðherra og síðar Seðlabankastjóra Davíðs Oddssonar. Þess vegna krefst ég þess enn og aftur að þáttur Davíðs sem forsætisráðherra og síðan sem Seðlabankastjóra verði rannsakaður sérstaklega, svo og starfsemi Seðlabankans í heild frá því fyrir einkavæðingu bankanna. Einnig verður að rannsaka einkavæðingu bankanna.


Að segja frá

Þarna eru Kristinn Hrafnsson og hans samstafsfólk hjá WikiLeaks að vinna stór afrek í þágu mannréttinda í heiminum. Við skulum ekki gleyma því að meðan Kristinn og Jóhannes Kristjánsson unnu saman sem rannsóknarblaðamenn hér á Íslandi, flettu þeir ofan af ýmsu ljótu hér.

Það var því ekki nema von að RUV hafi losað sig við þennan "stórhættulega" uppljóstrara sl. sumar.
WikiLeaks er stórkostlegt fyrirbæri og þar vinnur afskaplega verðmætt fólk, sem er að grafa í skítahaugum stríðsrekstrar þar sem "hetjudáðir" eru sumar svo ljótar að þær þola ekki dagsins ljós frekar en meðferðin á börnunum í Breiðuvík og víðar á Íslandi á síðari hluta síðustu aldar


Á Þjóðirkjan að vera jafnari en aðrir

Það er ekki jafnræði að leyfa einum en ekki öðrum. Og þá skiptir ekki máli hvað eða hverjir eiga í hlut. Hvort það er þessi kenningin eða hin. Aðgengi barna að kirkjunni er ágætt og það er þá líka val foreldra þeirra hvaða þjónusta er valin. Ég er fyrrverandi stafsmaður hjá Kirkjunni sem kirkjuvörður og "ætti" því að koma fram sem svarinn verjandi hennar í þessu máli.
Málið er að mínu áliti að mér finnst samþykkt mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar eiga fyllilega rétt á sér og ekkert við hana að athuga.

 


Trumbusláttur við Þingstað ASÍ

Guðmundur Gunnarsson skrifar um það á Eyjunni að mikil eindrægni hefi verið á Ársfundi ASÍ í vikunni og ekki dreg ég það í efa. Hann gagnrýnir líka Eyjuna fyrir neikvæðan fréttafluttning um Verkalýðshreyfinguna. Það verða allir að geta tekið gagnrýni, líka ASÍ. 

Að mínu áliti er það ekki skrítið að sagt sé frá því að helsta andstaðan við leiðréttingu á forsendubresti íbúðaeigenda/heimilanna, sé að finna hjá ASÍ og Lífeyrissjóðunum. Borðið er við að skerða þurfi bætur til lífeyrisþega og það er vissulega rétt, ef notaðar eru óbreyttar reiknireglur. Hagsmunasamtök Heimilanna hafa í sínum tillögum lagt til aðferðir til að milda þessi áhrif sem ég tel að Lífeyrissjóðirnir eigi afdráttarlaust að skoða vel.

Vissulega er það rétt hjá Guðmundi Gunnarssyni að verkalýðshreyfingin hefur gert ómetanlega hluti fyrir launafólki í landinu og það verður ekki af henni tekið. Nú er neyðarástand á fjölmörgum heimilum launafólks vegna forsendubrestsins og því ber Verkalýðsforystunni að bregðast við með ábyrgum hætti, sem hún hefur ekki gert.

Forsendubresturinn verður ekki leiðréttur með launahækkunum því þær fara inni verðtrygginguna til hækkunar við óbreytt ástand. Gylfi Arnbjörnsson sagði í mín eyru  (og fleiri) í haust að það væri út í hött að tala um forsendubrest. Verðtryggingin væri sett um með þeim hætti að hún ætti að taka inn sveiflur af þessu tagi.

Ætli talað sé um það í lögum um verðtryggingu að þar sé gert ráð fyrir bankahruni, án þess að viðþví sé brugðist?


Togstreitan að aukast - reiðin að verða beinskeyttari

Samfélagið okkar er sundurtætt, mikil togstreita ríkir um peninga, völd, leiðir, stefnur, aðferðir og hvað þetta allt heitir. Verst er að upplifa það hvernig fátæktin og örvæntingin aukast hröðum skerfum. Á sama tíma er upplýst að auðæfi fárra hafi aukist verulega. Svona ástand getur ekki annað en breytt viðhorfum og það finn ég í eigin huga. Margt er það sem mér fannst alveg í lagi og verið væri að gagnrýna að ástæðulausu, er nú orðið meinsemd í þjóðfélaginu og á ekki við lengur.

Reiðin hefur líka breyst, mótmælin eru beinskeyttari og fólk veit mun betur hvað er að gerast. Samt er  margt enn á huldu og sífellt koma nýir fletir í ljós. Nú eru komnar tunnur í staðinn fyrir potta og pönnur. Meiri þungi í trumbuslættinum og nú er talað um að TUNNA þessa og hina hópana. Vetur er að hefjast og hann verður að öllu líkindum með þungum tunnuslætti, nema það ótrúlega gerist, að komið verði að alvöru til móts við fátæktina og forsendubrestinn.


Aðildarviðræður haldi áfram.

Sögur af andstöðu þjóðarinnar við aðildarviðræður við ESB eru stórlega ýktar. Það er heldur ekki kominn sá tímapuntur að tímabært sé að taka ákvörðun. Við skulum anda með nefinu og sjá samninginn. Hann getur ekki orðið verri en sú áratuga spillingarsúpa sem við syndum nú í. Með honum verður vonandi hægt að tjasla þjóðfélaginu okkar saman að nýju,  með aðeins betri reglum og vinnubrögðum


Var þá lánið mitt ekki að lækka ??

Var þetta bara draumur eða blekking? Ekki á því augnabliki, þarna var því miður á ferðinni  ein stór skýjaborg sem hrundi endanlega haustið 2008. Hef svo sem ekki trúað í blindni á Davíð í gegnum tíðina, en þarna fannst mér hann njóta sannmælis um stund sem góður stjórnmálamaður.

En hann er öflugur partur af peningasöfnunarklíkunni stóru sem hefur skipulega mergsogið okkur á allan þann máta sem þeim hefur hugkvæmst. Þeirra var mátturinn og dýrðin, en þeir eru nú sem betur fer á leið í réttarsali landsins fyrir margskyns misnotkun á valdi, upplýsingum o.fl.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

219 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 110321

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband