Ákvörðun forseta Alþingis mjög skiljanleg og skynsamleg

Þar kom að Forseti Alþingis gerði stjórnarandstöðunni skylt að ljúka fundi með tæmda mælendaskrá um Icesave málið. Önnur umræða um málið hefur staðið í yfir 60 klukkustundir og má ætla að nóg hafi verið sagt að sinni. Hvort þetta ráð Ástu Ragnheiðar dugar til að afgreiða málið til nefndar og þriðju umræðu, veit ég ekki með vissu, en tel það líklegt.


mbl.is Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta er nú ljóta málið sem við erum komin í lengi getur vont versnað.

Sigurður Haraldsson, 3.12.2009 kl. 01:02

2 Smámynd: Ólafur Als

Það er erfitt til þess að hugsa, sýnist manni fyrir suma, að þurfa að treysta á stjórnarandstöðuna í þessu máli. Hvort sem menn vilja líkja andófi hennar við málþóf eða málefnalega umræðu er í reynd aukaatriði. Vægi þessa máls alls í efnahagslegu tilliti snertir þjóðina á svo mörgum flötum að af nægu er að taka í tilraunum til þess að forða henni frá óáran þessara nauðasamninga í líki Icesave frumvarps yfirvalda.

Vitanlega eru engir góðir kostir í stöðunni en í mínum huga er það vart á færi fyrrum ræðubósa Alþingis til fjölda ára að kvarta undan þingræðinu og þeim rétti þingmanna að tjá sig. Nú er hún Snorrabúð stekkur, kynni einhver að benda á. og hefði sá hinn sami nokkuð til síns máls. Staðan er grafalvarleg, dylst fáum ef nokkrum. En það er holhljómur í röksemdafærslu þeirra sem segja að nú ríði á að klára þetta mál, þeirri röksemd hefur verið ítrekað hnekkt.

Þó svo að ekki beri ég jafn hrein húnversk gen og þú, þá er það von mín og trú að við sem viljum kenna okkur við sýslur tvær í Húnaþingi getum í framtíðinni sagt sem svo að þessi þjóð hafi reynt að standa í lappirnar gagnvart ofríki grannþjóða en ekki farið á þeirra fund eins og sakamenn með betlistaf í hendi. Slíkt mun ekki efla orðstí þjóðar í vanda.

Ég skora á þig að fara inn á www.indefence.is og skrá nafn þitt. Ég er viss um að þá muni sporin verða léttari í prílinu, alla vega þann daginn.

Góðar stundir,

Ólafur Als, 3.12.2009 kl. 02:14

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég tel og hef raunar gert það frá upphafi málsins, að skuldabyrgði vegna ICESAVE sé stórlega ýkt, já svo stórlega að það sé með ólíkindum. Ég hef frá upphafi hruns fylgst með skrifum Vilhjálms Þorsteinssonar hér á mbl.is og tekið mark á hans útreikningum og skýringum. Ekki vegna þess að hann sé á einhverri flokkslínu sem ég aðhyllist, heldur vegna þess að hann hefur sett sitt mál fram með svo faglegum hætti og á svo sennilegan og samfærandi hátt að hann hefur sannfært mig betur og betur um ofmat þessa máls. Indefence hópurinn hefur að mínu áliti verið á hinum kantinum og þangað hef ég bara ekkert að sækja. Þú talar um að fara á fund grannþjóða með betlistaf og ert þar væntanlega að meina umsókn okkar að ESB. Eftir þeirri umsókn hef ég beðið árum saman og tel að innan ESB sé hag okkar betur borgið en utan þess. Þú reynir að fá mig til lags við þig á þeim nótum að við séum Húnvetningar eða ættuð þaðan. Það kemur þessu máli bara ekki við, nema ef vera kynni að ég sé enn harðari ESB sinni vegna þess að ég er af landsbyggðinni. Ég tel nefnilega að það verði einmitt landsbyggðin sem komi til með að njóta þess sérstaklega þegar við göngum í ESB

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.12.2009 kl. 11:46

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ef við ætlum að nota Icesave sem lykil að ESB þá segi ég guð blessi ísland.

Sigurður Haraldsson, 3.12.2009 kl. 23:58

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta mál er farið að virka eins og lykill að okkar samskiptum við erlend ríki og aframhaldi endurreysnar hér á landi. ESB aðild á líka eftir verða okkur til framdráttar á mörgum sviðum á komandi árum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.12.2009 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

248 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 110188

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband