Tillagan frá Akranesi

Það er góðra gjalda vert að stjórnarfyrirkomulag Lífeyrissjóðakerfisins verði rætt á Ársfundi ASÍ að frumkvæði Verkalýðsfélags Akraness. Það er hins vegar ekki einfalt mál að breyta því og ég set raunar stórt spurningarmerki við það hvort það sé raunhæft eða heppilegt að atvinnurekendur fari þar út. Þarna finnst mér vera á ferðinni sú gamla hugsun að atvinnurekendur séu upp til hópa erkióvinur launafólks í landinu. Ég hef unnið hjá verkalýðsfélagi í 16 ár og ég lít á vinnuveitendur sem samherja um það markmið að bæta kjör og aðbúnað launafólks sem mest. Það þýðir ekki að sýna eigi þeim fyrirtækjum linkind sem ekki fara að gerðum samningum. Lífeyrissjóðakerfið okkar er gott og þykir raunar til fyrirmyndar á heimsvísu. Gott má alltaf bæta og í ljósi undangenginna atburða á fjármálamarkaði má eflaust skoða fjárfestingarstefnu sjóðanna með tilliti til áhættu. Það ætti frekar að vera umræðuefnið nú að Verkalýðshreyfingin setti fram ákveðin markmið á því sviði en að atvinnurekendur væru útilokaðir frá stjórnarsetu í sjóðunum.


mbl.is Launafólk taki yfir sjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Sælar.

Alveg burtséð frá því hvað mönnum þykir um atvinnurekendur þá get ég ekki séð að þeir eigi nokkurt erindi í stjórnir lífeyrissjóðanna. Ekki frekar en til að mynda fulltrúar Biskupsstofu eða Landssambands hjartveikra svo dæmi séu tekin. Greiðslur atvinnurekenda í lífeyrissjóð eru samkvæmt kjarasamningum og þegar þeir peningar hafa verið greiddir í lífeyrissjóðinn eru þeir eign okkar sjóðsfélaga og eingra annara.

Hvaðan heldur þú að hugmyndin um stofnum Fjárfestingasjóðs lífeyrissjóðanna sé komin? Getur verið að sumum atvinnurekendum finnist það gráupplagt nú að komast í peningana okkar þegar ekkert annað lánsfé sé á lausu? Og hversu öruggar eru  fyrirhugaðar fjárfestingar? Getur það verið að eftir einhver ár komi forsvarsmenn sjóðanna fram og segi; "æ æ, þetta fór víst eitthvað á verri veginn og peningarnir eru horfnir, en hugmyndin var góð og allt vel meint. Gengur bara betur næst."

Ekki það að ég treysti fulltrúum verkalýðfélagann svo mikið betur. Fyrir mér er aðalatriðið að í stjórnum sjóðana sitji fólk sem hefur hagsmuni okkar sjóðsfélaga að leiðarljósi og ekkert nema það. Þessar hugmyndir sem nú tröllríða stjórnendum sjóðanna þ.e. að þeir eigi að "koma að uppbyggingu" osfrv. þykja mér vægast satt ískyggilegar. Hlutverk sjóðanna er að varðveita og ávaxta þessa peninga á sem öruggastan hátt og ekkert annað. Allar hugmyndir um að þeir eigi að vera einhver atvinnubótasjóður eða hjálparstofnun eru á skjön við markmið þeirra.

Jón Bragi Sigurðsson, 20.9.2009 kl. 08:09

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Auðvitað er rétt að ræða þessi mál vel ofan í kjölinn. Það er að mínu áliti mjög brýnt að fara vel yfir fjárfestingastefnu þeirra og einnig hvernig stjórnir þeirra og starfsmenn hafa framfylgt henni. Brotavilji manna í þeim efnum eða mistök þurfa ekki endilega að tengjast atvinnurekendum frekar en fulltrúum Verkalýðshreyfingarinnar. Svo er stór spurning hve upplýsingar um fjárfestingar sjóðanna eiga að vera opnar eða lokaðar, eftir því hvernig við lítum á málið. Fjárfestingar í uppbyggingu atvinnulífsins hér eru ekki varhugaverðari en aðrar og með bættu eftirliti með fjarmálakerfinu hér tel ég það nokkuð öruggt. Auðvitað verða slíkar fjárfestingar að vera innan þerra marka sem stefna sjóðanna heimilar. Svo er eitt sjónarmið og það er að meiri atvinna þýðir meira innstreymi í sjóðina.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.9.2009 kl. 22:57

3 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Fyrir mér þá nægir það ekki að fjárfestingar lífeyrissjóðana séu "nokkuð öruggar". Þær eiga að vera 100% öruggar. Og ég er sammála því að verkalýðsforkólfarnir eru ekki síður varhugaverðir stjórnarmenn. Þeir virðast allir af vilja gerðir að leika jólasveina með okkar peninga. Ég held að farsælast sé að það séu fulltrúar eigenda þessarra peninga og eingir aðrir sem sitji í stjórnum sjóðanna.

Arnar Sigurmundsson er enn forstjóri Landssambands lífeyrissjóða og virðist enn við sama heygarðshornið. Undir þessum tengli hér að neðan getur þú séð hvernig hann var tilbúinn að fórna 125 milljörðum af fé lífeyrissjóðanna, og fannst reyndar leiðinlegt að það tækifæri skyldi ganga honum úr greipum...

http://jon-bragi.blog.is/blog/jon-bragi/entry/941903/

Jón Bragi Sigurðsson, 21.9.2009 kl. 18:48

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Vissulega eigum við að gera miklar kröfur í ávöxtun okkar lífeyrissjóða, en seint verður hægt að uppfylla þínar kröfur um 100%. Það er mikil múgsefjun í gangi i samfélaginu varðandi svo margt um þessar mundir. Þar lepur hver upp eftir öðrum og málflutningur vill verða mjög ýktur. Alls kyns fólk er dæmt út og suður, að því er virðist að tilefnislausu. Þetta mun vera afleiðing áfalls og talið eðlilegt um tíma. Við meigum ekki festast í þessu fari og hætta um alla framtíða að treysta öðru fólki. Reynum að gíra firringuna niður sem fyrst og horfa á málin með meiri víðsýni og skilningi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.9.2009 kl. 03:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

249 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband