Davíð konungur

Þessi grein er birt á bloggsíðu Egils Helgasonar og mér finnst hún eiga að sjást sem víðast. Vona að EH sé ekki á móti því !!

Hér er grein úr Frankfurter Allgemeine Zeitung. Hún birtist í lok október, en kemur hér í íslenskri þýðingu. Rétt er að taka fram að FAZ er virtasta – og virðulegasta blað – í Þýskalandi og þó víðar væri leitað.

-----

Davíð konungur
Íslenski seðlabankastjórinn, Davíð Oddsson, hangir í stöðu sinni, en áhrif hans fara ört minnkandi.

Hann var hrollvekjandi þegar hann kom inn á sviðið og það átti hann líka að vera. Sem Ubu konungur í samnefndu leikriti eftir David Jarry þótti stúdentinn Davíð Oddsson standa sig afar vel. Sumarið 1970 sögðu menn að hann ætti bjarta framtíð í vændum.

En mörgum Íslendingum fannst líka hrollvekjandi sjónvarpsviðtalið við Davíð Oddsson haustið 2008 og að þessu sinni voru áhrifin ekki þau sem hann sjálfur hafði hugsað sér.

Leikarinn fyrrverandi var nú orðinn seðlabankastjóri sem setti lánstraust allrar þjóðarinnar í hættu. Því (hann sagði) að samkvæmt neyðarlögum sem sett voru í tilefni af efnahagshruni eyjunnar, gæti ríkið gæti engan veginn ábyrgst innstæður erlendra viðskiptavina í stóru íslensku bönkunum,
Sá sem legði peninga í áhættuspil, væri óreiðumaður, sagði Davíð Oddsson. Þetta hafði seðlabankastjórinn eftir ömmu sinni. Og fyrir slíkt framferði ætti almenningur ekki að borga.

Þessi vægast sagt óheppilega yfirlýsing leiddi fyrst til diplómatískrar spennu í samskiptum við Stóra-Bretland þar sem fyrir var sérlega stór hópur af meintu óreiðufólki sem hafði áhyggjur af sparifé sem það hafði skrapað saman. Davíð Oddssyni tókst meira að segja að koma hinum hlédrægu Íslendingum í nokkurt uppnám sem fékk útrás í háværum mótmælum. Síðastliðinn laugardag mótmæltu þeir seðlabankastjóranum og hinni mjög svo ómarkvissu peningastjórn hans. Í fyrstu hafði hann hækkað stýrivexti upp í áður óþekktar hæðir – 15.5% og þar með hrakið marga sem á lánsfé þurftu að halda yfir í aðrar myntir, en lækkaði svo skyndilega vextina verulega og gaf þar með upp á bátinn alla vörn gegn verðbólgunni.

Margir glenntu upp augun í undrun þegar Oddsson, eftir að hafa leitað á náðir Putins sjálfs, tilkynnti að fengist hefði margra milljarða lán frá Rússlandi til að forða íslenska seðlabankanum frá hruni. Nokkrum klukkustundum síðar varð hann svo að éta ofan í sig (draga til baka) þessa frétt. Það vakti einnig miklar efasemdir þegar, samkvæmt fyrirmælum Davíðs Oddssonar, reynt var í tæplega einn dag að festa gengi íslensku krónunnar á gjörsamlega óraunsæju plani.

Næg ástæða til afsagnar. Sá sem það heldur, þekkir ekki Davíð Oddsson. Því þessi sextugi lögfræðingur með úfna hárlubbann er einstakur í sinni röð á pólitíska sviðinu á eldfjallaeyjunni. Þegar hann sem utanríkisráðherra, tók sér embætti seðlabankastjóra árið 2005, var ætlunin að hér yrði um virðulegt brotthvarf úr stjórnmálum að ræða, en alls ekki innreið hans í leikhús fáránleikans. Áður en hann gegndi embætti utanríkisráðherra um tiltölulega skamman tíma hafði Davíð Oddson verið forsætisráðherra þessa lands með 320.000 íbúa í samtals 13 ár – lengur en nokkur annar – og þar áður hafði hann verið borgarstjóri Reykjavíkur um níu ára skeið. Hér var semsagt á ferðinni eins konar blanda af Willy Brandt og Helmut Kohl, ef maður kýs að setja fram eins konar þýskan samanburð. Auk þess hafði Davíð Oddsson reynt fyrir sér sem rithöfundur og fréttamaður, starfað að gerð og flutningi gamanþátta í útvarpi og veitt forstöðu sjúkrasamlagi.

En meginverkefni hans í lífinu var að gegna hlutverki hins kraftmikla endurbótasinna.  Hans pólitísku heimkynni voru innan vébanda hins hægrisinnaða íslenska Sjálfstæðisflokks sem ætíð hafði að leiðarljósi hagsmuni fyrirtækja og framkvæmdamanna. Mitt í efnahagskreppu árið 1991 varð Davíð Oddsson forsætisráðherra og hann tók sér til fyrirmyndar Margaret Thatcher og Ronald Reagan. Hann notaði tækifærið til að gera veigamiklar breytingar; draga úr styrkjum og velferð, galopna dyrnar fyrir líffræði- og erfðarannsóknum, svo og orkufrekum iðnaði um leið og frjálsræði var stóraukið á sviði fjármála og gjaldeyrisviðskipta. Þar með var sáð fræinu að örum vexti íslensku bankanna, svo og skyndilegu hruni þeirra.

En í fyrstu lotu gerði uppskrift Davíðs Oddssonar Ísland að efnahagsundri í einni svipan. Og hann kunni svo sannarlega að meta allt lofið sem á hann var borið fyrir þetta framtak sitt. Stórfenglegar sviðsetningar urðu nánast sérgrein hans; þar fengu að njóta sín persónutöfrar mannsins, orka hans og frekja. En á lokaskeiði veldis hans, fóru mistökin að skjóta upp kollinum. Gæluverkefni hans, tvær íburðarmiklar opinberar byggingar í Reykjavík urðu mun dýrari en áætlanir höfðu gefið til kynna, skattar lækkuðu ekki á almenningi á tímabili ríkisstjórnar hans, þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða, opinberlega varð ljóst að löggjöf um fjölmiðla sem hann hugðist keyra í gegn var að verulegu leyti grundvölluð á óvild milli hans og framkvæmdamannsins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Ástæðulaust er hins vegar að seilast inn í fortíðina og leita þar uppi yfirsjónir til að sakfella Davíð Oddsson. Til þess nægja mistök síðasta mánaðar ein og sér. “Davíð burt” stóð á kröfuspjöldum mótmælenda í Reykjavík. Auk þess er baklandið í hans eigin flokki að hrynja. Bak við luktar dyr er þegar sett fram hörð gagnrýni, út á við er henni hins vegar ennþá haldið niðri; of föst bönd voru knýtt á liðnum áratugum, of marga greiða þarf að endurgjalda, taka þarf tillit til of margra tengsla. Geir Haarde sem nú veitir honum vernd, var lengi pólitískur uppeldissonur hans. En hversu lengi sem Davíð Oddssyni tekst að ríghalda í embættið er valdaafsal hans engu að síður óhjákvæmilegt.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur nefnilega skilyrði fyrir margra milljarða lánveitingu til Íslands. Davíð Oddsson verður að draga sig í hlé og minnast um leið leiksýningarinnar þar sem hann gegndi hinu fræga hlutverki. “Bubbi kóngur” nefndist hann á íslensku, hinn skelfilegi konungur Ubu í leikriti David Jarrys – og nafnið hefur loðað við Davíð Oddsson.

Í lok leikritsins flýr hinn afsetti harðstjóri til Frakklands.

Upprunaleg grein:
Frankfurter Allgemeine Zeitung, 27.10 2008
König David - Islands Notenbankchef Oddsson klebt an seinem Posten / Aber sein Einfluss schwindet

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu hvenær Davíð umræddi er fæddur? Það væri gaman að kíkja á stjörnuspána hans, en samkvæmt Michael fræðunum er hann ung sál og stríðsmaður.

Kærleikskveðjur á Hvammstangann.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 14:19

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Skal kíkja í Þjóðskrána og láta þig vita.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.11.2008 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

271 dagur til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband