Gagnrýni á ekki viðmálefnlegar spurningar starfsmanna RUV

Ég er ekki sammála Tryggva Gíslasyni á Akureyri um það að RÚV sé að kynda undir sleggjudómum og ofstæki í þáttum á RÚV sjónvarpi. Ég hef hinsvegar gagnrýnt Egil Helgason fyrir framgöngu hans í viðtalinu við JÁJ. Þar á ég við það að EH missti sig í reiðikast og var þar af leiðandi ekki málefnalegur. Hann var auk þess ekki nægilega undirbúinn að því er virtist. Hann hefur viðurkennt að hafa reiðst fyrir hönd þjóðarinnar og sennilega er hann skapbráður maður. Fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis Þorsteinn Már Baldvinsson, er sagður afar skapbráður maður, en þó sá ég hann ekki missa sig með þessum hætti í viðtölum við fjölmiðla þegar Glitnir var tekinn yfir af ríkinu, að því er virðist að undirlægi aðalbankastjóra Seðlabankans. Það eru vissulega miklar tilfinningar í gangi í þjóðfélaginu þessa dagana, en ég hygg að heitast sé fólki í hamsi á Höfuðborgarsvæðinu. Þar hefur launaskrið, hækkun húsnæðisverðs og lífsstílsbreytingar verið mestar. Við hér á Norðvestur landi höfum verið í neikvæðum hagvexti það sem af er þessari öld og þó við höfum lent í dýfum hvað eftir annað, þá hefur það ekki verið svo mikið tiltökumál fyrir þjóðfélagið í heild.

Sigmar var málefnalegur í Kastljósinu þó að spurningarnar væru vissulega krefjandi, en málið er svo stórt að það verður að spyrja krefjandi spurninga. Hann fékk líka GHH til að segja ýmislegt sem ella hefði legið ósagt. 

 


mbl.is RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

270 dagar til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband