Er í gangi "aðför" að Vilhjálmi Birgissyni verkalýðsformanni á Akranesi ?

Á netinu er talað um aðför að Vilhjálmi Birgissyni verkalýðsformanni á Akranesi frá öðrum verkalýðsforingjum, eins og Guðmundi Gunnarssyni hjá Rafiðnaðarsambandinu. Það eru nokkrar hliðar á því máli eins og öllum öðrum.

Þegar maður tekur að sér formennsku í Verkalýðsfélagi (og það hef ég gert) þá verður maður partur að stærri heild. Sú stóra heild hefur ákveðin megin markmið sem felast í því að ná sem bestum árangri fyrir heildina (svipað og ríkisstjórnin fyrir þjóðina) Við tölum um "villikettina" í VG og að einleikur í stjórnmálum sé "leikur að eldi"

Sama lögmál gildir í verkalýðshreyfingunni - þar er það samstaða fjöldans sem gildir. Vilhjálmur Birgisson er mikill baráttumaður og vill gera vel fyrir "sitt" fólk sem er gott. Hann segir líka margt sem fellur vel í fólk með tóma vasa.

Stóra spurningin er þá þessi - eru meiri líkur á að verkalýðsformenn eins og VB sem spila ákveðinn einleik, nái fram verulegum kjarabótum fyrir fjöldann - eða er best að allir leggist á sömu árina og rói í takt. Þarna er ég EKKI að verja þær persónur sem skipa forystu ASÍ, heldur að velta upp grundavallar spurningu um einleikinn eða samspilið.

Ég er nokkuð viss um að SA gleðst verulega yfir hverjum einasta "einleikara" sem kemur fram í verkalýðsforystunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

243 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 110218

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband