Allir sem "skipta máli" ???????????????

Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir í fréttum Stöðvar 2 að það sé komin sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið sem allir sem „skipti máli“ séu sammála um.

Þessi yfirlýsing VE er með endemum. Þá skipti ég og mikill meirihluti þjóðarinnar ekki neinu máli. Þá veit maður það, en svo einfalt er þetta ekki Vilhjálmur. VIÐ SKIPTUM ÖLL MÁLI OG VIÐ VILJUM ÖLL NJÓTA ÁVAXTANNA AF AUÐLINDUM LANDS OG SJÁVAR - VIÐ SKIPTUM ÖLL MÁLI.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Tók eftir þessu líka Fríða. Svona tala þeir sem búnir eru að slá eign sinni á eigur þjóðarinnar. Villi þarf að fara að draga sig í hlé og njóta eftirlaunanna. Það er ekki pláss fyrir menn eins og hann við endurreisn landsins

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.1.2011 kl. 01:49

2 identicon

Vilhjálmur Egilsson er náttúrulega bara enn eitt handbendi auðmanna og auðhringa, og hirðfífl útgerðarmafíunnar.

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 04:33

3 identicon

Orðalag Vilhjálms er afhjúpandi. Auðlindir þjóðarinnar skipta alla þjóðina máli. Þetta vita allir en sumir vilja hafa hlutina öðru vísi. Í hugarheimi Vilhjálms eru útgerðarmenn hagsmunaaðili en ekki fiskverkafólk. Í hugarheimi Vilhjálms eru þeir sem skipta máli hagsmunasamtök sem geta beitt valdi en aðrir eru ekki með í leiknum. Hroki fylgir valdi.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 09:52

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Margir eru svo heillum horfnir að halda að VALD yfir öðrum sé eftirsóknarvert. Eina valdið sem þér er falið er yfir þér og þínum eigin gjörðum, ef þú nærð því er hitt marklaust þvaður

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.2.2011 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

248 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 110187

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband