Sitthvað er Framsókn og Framsókn

Var að horfa á Kastljósið um Stjórnlagaþinskosninguna. Þar ræddi Helgi Seljan við Árna Þór Sigurðsson frá VG og Guðmund Steingrímsson framsóknarmann. Helgi reyndi eins og hann gat að fá þá félaga til að segja eitthvað mergjað. Árni var mjög faglegur eins og alltaf. Og Guðmundur - maður minn - í stað þess að hlusta á bullið í Sigmundi Davíð þá - kom loks frambærilegur stjórnmálamaður frá Framsókn með skynsamlega nálgun á málinu og ræddi um aðalatriðin í stað þess að þvæla um aukaatriði sem litlu skipta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Guðmundi Steingrímssyni gengur illa að slíta tengslin við Samfylkinguna. Hann aðhyllist ESB aðlögun og yfirleitt fljótur til að hlaupa undir bagga með Samfylkingu, þegar illa árar hjá þeim.

Þeir sem vilja telja sig Framsóknarmenn en aðhyllast stefnu Samfylkingar, ættu einfaldlega að ganga í hana. Stefna þessara flokka er nánast eins fyrir utan landbúnaðarmál og ESB aðlögun.

Framsóknarflokkur hefur einn flokka staðið vörð landbúnaðarins, þó VG og Sjálfstæðisflokkur vilji eigna sér þá stefnu einnig. Innan þeirra eru þó landbúnaðarmál afgangsstærð. Því miður hafa ill öfl innan Framsóknar á undanförnum árum einnig grafið undan vægi landbúnaðar í flokknum. Samfylking hefur hins vegar mjög skýra stefni í landbúnaðarmálum. Hún er að landbúnaður kemur Samfylkingu ekki við!

Þá var Framsóknarflokkur lengi vel andstæður ESB aðild. En það hefur einnig þróast á verri veg. Með forustu Halldórs Ásgrímssonar varð breyting þar á. Þá hófst markviss innleiðing breyttrar hugsunar, að vel mætti hugsa sér að skoða málið. Eins og allir vita hefur fylgi Framsóknar farið minnkandi allt frá því Halldór tók við flokknum. Það skyldi þó ekki vera vegna þessa máls?

Enn eru nokkrir þingmenn Framsóknar Halldórssinnar, þingmenn sem eru að grafa undan flokknum.

Ef Framsókn ætlar að snúa sér að ESB aðlögun, eins og sumir þingmenn hans vilja, þar á meðal Guðmundur Steingrímsson, er allt eins hægt að leggja flokkinn niður. Það eru þá engin skil lengur milli stefnu hans og Samfylkingar!

Síðasti alvöru formaður Framsóknar var Steingrímur Hermannson. Hvernig ætli honum þætti að sjá son sinn vera í tygjum við þá sem vilja gefa landið erlendum öflum? Landið og þjóðina sem hann dáði svo mjög!!

Gunnar Heiðarsson, 28.1.2011 kl. 20:59

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Gunnar

Það er bjargföst sannfæring mín og margra annarra að hagsmunum Íslands og íslendinga sé betur borgið innan ESB en utan. 

Landbúnaðurinn kom einfaldlega í hlut Framsóknarflokksins þegar Íhald og Framsókn skiptu þjóðarkökunni með sér fyrir mörgum áratugum. SÍS og Framsókn voru afar samtengd og hagsmunir beggja lágu saman.

Að Framsóknarflokkurinn hafi borið hagsmunu bænda sérstaklega fyrir brjósti er að mörgu leiti öfugmæli, en sami flokkur bar hins vegar hagsmuni afurðastöðvanna fyrir brjósti og gætti þess vel að væru í "réttum" höndum.

Bændur voru undirstaðan í veldi SÍS og þeim var í gegnum tíðina talin trú um að Kaupfélögin væru ÞEIRRA fyrirtæki.

Þegar veldi Kaupfélaganna fór að hrynja og bændur vildu fá sinn hlut úr þeim fyrirtækjum sem ekki voru verðlaus, þá kom í ljós sá napri sannleikur að þeir (bændurnir) áttu EKKI hluti í eignunum.

Hagsmunum bænda og landsbyggðarinnar verður trúlega (að mínu áliti örugglega) betur borgið innan ESB en utan.

Ég tek vissulega undir það að Steingrímur Hermannsson var mikilhæfur stjórnmálamaður og ég tel ekki rétt að bera hann saman við Halldór Ásgrímsson sem er að mínu áliti mikill sérhagsmuna sinni og féll því vel að stjórnarháttum Davíðs Oddssonar.

Þarna er ég að tala um SH og HÁ sem persónur og stjórnmálamenn - burtséð frá því hvort þeim hugnaðist ESB eða ekki.

Guðmundur Steingrímsson er að mínu áliti skynsamur maður og ber mikinn keim af föður sínum. Hann horfir eins og margt skynsamt fólk fram á veginn fyrir hönd þjóðarinnar, en er ekki líkt og Sigmundur Davíð að verja sérhagsmuni líkt og Bjarni Ben hjá Íhaldinu gerið sömuleiðis.

Guðmundur Sreingrímsson VEIT VEL AÐ EKKI ER VERIÐ AÐ GEFA EITT EÐA NEITT við inngöngu í ESB. Slíkar fullyrðingar eru einfaldlega rangar - það veist þú mætavel þó þú segir annað.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.1.2011 kl. 21:53

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Aldrei dytti mér sú fjarstæða í hug að bera saman þá Steingrím Hermannson og Halldór Ásgrímsson. Ekkert slíkt er hægt að lesa úr minni athugasemd. Þvert á móti.

Það er ljóst að Guðmundur sonur Steingríms er þeirrar skoðunar, eins og þú og hugsanlega einn þriðji hluti þjóðarinnar, að ekki sé verið að gefa eitt eða neitt. Það er ykkar skoðun og ykkur er frjálst að hafa hana. Það er þó ekki þar með sagt að hún sé rétt!!

Við sem teljum okkur betur borgið utan ESB höfum einnig rétt á okkar skoðun og er frjálst að tjá okkur um hana. Það er ekki endilega víst að við höfum heldur rétt fyrir okkur, en eins og ástandið er í ESB löndunum núna, læðist að manni sá grunur að okkar rök séu heldur haldbetri.

Varðandi það hvort Íslenskum landbúnaði sé betur borgið innan ESB, er rétt að þú skoðir þá staðreynd að enginn hagsmunahópur á Íslandi hefur lagt jafn mikla vinnu og könnun í að meta þetta, eins og bændasamtökin. Þessar kannanir hafa þau gert einkum í Svíþjóð og Finnlandi enda þau lönd sem næst okkur liggja. Niðurstaðan er eindræg, einstaka greinar munu hvorki hagnast né skaðast við inngöngu en flestar munu skaðast nokkuð og sumar mikið. Það mun verða samþjöppun og milkir tilflutningar, þá aðallega nær SV horninu, sem leiðir til þess að hætta verði á að lítil þorp eins og til dæmis Hvammstangi geti átt erfitt uppdráttar ef ekki algera eyðingu.

Þó ber að athuga það að Svíþjóð og Finnland gengu í ESB, þá reyndar EB, þegar enn var hægt að semja um inngöngu. Nú er ekki um slíkt að ræða lengur, þeir sem kjósa að fá inngöngu verða að taka upp lagasafn ESB óbreytt. Hugsanlega er hægt að fá einhverjar undanþágur til skamms tíma til að taka einstaka reglur upp, en endirinn er einn. Alger samruni.

Gunnar Heiðarsson, 29.1.2011 kl. 04:19

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ekki dettur mér í hug að banna NEINUM að hafa skoðanir. Ein af fjölmörgum ástæðum fyrir því að ég tel inngöngu í ESB fýsilega (með góðum samningi að sjálfsögðu) er að ég tel landsbyggðinni - bæði í þorpum og sveitum - já landinu öllu - betur borgið þar inni, en utan.

Bændasamtökin virðast sérstaklega grafa eftir öllu neikvæðu sem þau geta fundið um ESB og ekki hefur mátt birta neitt jákvætt um ESB í Bændablaðinu - nýlega upplýst af starfsmanni/ritstjóra þess blaðs.

Hverskonar BULL er það að segja að ekki sé lengur hægt að semja um inngönguna - hvað er þá samningnefndin að gera.

Góða helgi

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.1.2011 kl. 10:34

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þessi svokallaða samninganefnd hefur undanfarna mánuði verið að lesa saman lög og reglur ESB v/s Ísland. Enn um sinn mun hún gera það, eða þar til allir kaflar lagasafns ESB hafa verið lesnir. Þegar því líkur, hugsanlega seinnipart næsta sumars, mun samninganefndin setjast að borði gegngt fulltrúum ESB og komast að samkomulagi með hvaða hætti og hvenær samræmingu íslenskra laga við lög ESB fara fram. Krafa ESB er skýr, sú samræming skal fara fram í hverjum kafla fyrir sig áður en honum er lokað. Ekki er opnað á nýjan kafla fyrr en þeim fyrri er lokið. Hugsanlegt er að einhverjir frestir verði veittir á upptöku einstakra laga og reglna ESB í einhverjum málum. Þá mun verða samið um það. Það er þó alveg skýrt að slíkar tilslakanir eru einungis til skamms tíma og að honum loknum munum við verða að taka upp lög og reglur ESB óbreytt og án tilslakana. Þetta eru störf samninganefndarinnar.

Það er ótrúlegt að Íslendingar skuli ekki vera meira meðvitaðir um þetta, sérstaklega þar sem ALLIR fulltrúar ESB sem hafa tjáð sig um umsókn Íslands hafa sagt akkúrat þetta! Þar fyrir utan er hægt að lesa um þetta í Rómarsáttmálanum og Lissabonsáttmálanum, að ekki sé minnst á viðræðuplanið sem ESB samdi og íslensk stjórnvöld samþykktu.

Því er ljóst að samninganefndin er ekki þarna til að semja um einhverjar tilslakanir til framtíðar, einungis stutts tíma. Margir hafa haldið því fram að Finnar séu með varanlegar undanþágur í landbúnaðarmálum. Þetta er ekki rétt. Þeir eru með undanþágur til ákveðins tíma, að vísu nokkuð langs tíma, en ekki til framtíðar. Finnar gengu inn í ESB fyrripart tíunda áratugar síðustu aldar. Síðan þá hefur ESB skerpt enn frekar á því að undanþágur séu ekki til boða nema til mjög skamms tíma.

Það sem þó er óhugnanlegast við þetta er að Finnar eru aftur og aftur að lenda í því að framkvæmdaráð ESB hefur látið ESB þingið samþykkja ýmsar lagabreytingar sem hafa í raun gert sumar af þeim undanþágum sem þeir sömdu um, marklausar. Það er staðið við þessa samninga í orði en ekki á borði, þ.e. ESB riftir ekki samningnum sjálfum heldur lætur hann standa, en setur lög sem í raun gerir samninginn að einskisverði plaggi! Því er ekki hægt að segja að ESB standi ekki við gerðan samning, það er bara ekki hægt að framfylgja honum!

Gunnar Heiðarsson, 31.1.2011 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

243 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 110217

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband