Lítil saga af veiðferð sem aldrei var farin.

Árið 2005 vorum við hjónin með ferðabát og buðum m. a. uppá sjóstangaveiðar. Tveir veiðimenn gerðu pöntun, veiðidagurinn rann upp og gera þurfti nýju stangirnar klárar.  Ég fór út að erinda og bóndinn settist við eldhúsborðið með stangir, girni og öngla.

Norðan rokið herti með hverri mínútu og þegar ég kom til baka var komið nærri gufurok. Ég kom í eldhúsdyrnar og þá blasti við mér girni út um allt gólf og eiginmaðurinn í miðið. Ég var beðin að yfirgefa svæðið á meðan tekist var á við flækjurnar. Það tók dágóðan tíma en hafðist þó um síðir. Veiðimenn afþökkuðu túrinn vegna veðurs sem ekki var furða.

Annar þeirra var Ólafur Þór Hauksson, þá lítt þekktur sýslumaður á Akranesi. Þegar hann fór síðar að vinna við flækjurnar í fjármálakerfinu, var hann svo sannarlega með storminn í fangið og flækjusig á stærri kantinum. Margt er líkt með því og girninu á eldhúsgólfinu mínu og rokinu á Húnflóanum, daginn sem Ólafur ætlaði á sjóstöngina hér um árið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

249 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband