Var Ólafi Ragnari alveg sama????

Það er athyglisvert að lesa þessa frétt um bréf frá Forsetisráðherra til Forsetans þar sem hún lýsir fyrir honum þeim afleiðingum sem neitun hans á undirskrift mundi hafa. Það er líkast því að honum hafi þótt við Jóhönnu og hugsað með sér að frúin skuli nú bara sjá hver ræður á þessu heimili. Þetta er í meira lagi dýr fýla fyrir okkur öll. Rökin fyrir ákvörðun forsetans eru ekki til nein sem haldbær geta talist. Hann verður einfaldlega að endurskoða afstöðu sína og skrifa undir. Hann væri maður að meiru og mundi fá hluta af sinni virðingu meðal þegna þessa lands til baka.


mbl.is Staða Íslands væri stórlöskuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það þarf mikið að ske á árinu ef eitthvað á að geta toppað Ólaf sem vonbrigði ársins.

hilmar jónsson, 6.1.2010 kl. 15:28

2 identicon

Meðal þegna þessa lands? Meirihluti þessa lands vill réttláta meðferð í þessu ömurlega Icesave máli, við ætlum okkur að borga en ekki á þann hátt að ekki verði hægt að búa hér öðruvísi en í sárri fátækt. Ólafur R á börn og barnabörn sjálfur og kannski einu sinni hugsaði hann út frá mannlegu hliðinni! Hef aldrei haft álit á forseta vorum en í gær breyttist það og ég er mjög stolt af honum. Hvernig væri að fólk myndi vinna saman út frá því mannlega í stað pólitíska og hótana eins og Samfylkingin gerir. Þetta snýst um framtíð barnanna okkar en ekki hvort við séum í e-jum ruslflokki í nokkrar vikur. Þið hugsið bara um að halda þessarri stjórn saman sama hver kostnaðurinn verður, fólk er löngu búin að fá nóg af pólitík í þessu máli og vill réttlæti! Ég hef ekkert álit á núverandi ríkisstjórn enda hafa aldrei jafn mörg kosningarloforð verið svikin á eins stuttum tíma, en mér er nokk sama þó hún haldi áfram svo lengi sem Icesave verði ekki samþykkt í núverandi mynd!!

sandra guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 15:47

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Sandra. Mikil er trú þin kona á að við getum hér eftir ráðið einhverju um kjör okkar á ICESAVE skuldinni. Hefur þú kafað í það hvað Seðlabankinn jós miklum fjármunum í aðdraganda bankahrunsins. Það væri  líka tilbreyting í því að skoða hverjir voru orsakavaldar að hruninu.

Hvað eru þeir flokkar að gera núna, jú draga athyglina frá eigin mistökum og valdaklíkum. Rannsóknarnefnd Alþingis mun brátt skila af sér og þá er um að gera að hafa nægilegt moldviðri í samfélaginu svo fréttir af niðurstöðum nefndarinnar. Það er nefnilega búið að segja að þar muni margt ljótt koma fram.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2010 kl. 17:33

4 identicon

Sæl Hólmfríður.

Ég er með það alveg á hreinu hverjir voru við völd þegar hrunið varð Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin. Þar á undan Framsókn. Enn og aftur finnst mér samt þreytandi að heyra að það voru aðrir sem komu okkur í þetta. Hvernig væri að vinna saman að því að koma okkur úr þessu? Hvernig væri að vinna saman að nýju Íslandi? Hvernig væri að ríkisstjórnin stæði við það sem hún sagði í kosningunum og færi að hjálpa fólkinu í landinu?Ekki bara hækka skatta og allt annað svo fólk er komið á það stig að geta ekki borgað af lánum sínum lengur?? hvernig væri að hætta að einbína á esb sem hvort eð er þjóðin vill ekki í? Það þarf að fara að auka trú fólksins...

sandra guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 18:03

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er núna að lesa bókina Sofandi að feigðarósi og þar er veriðað lýsa aðdraganda hrunsins. Það er alveg rétt að Samfylkingin var við völd síðustu mánuðina fyrir hrunið og hef aldrei dregið neina fjöður yfir það. Í þessari bók er farið yfir einkavæðingu bankanna (tek það fram að ég er ekki andvíg einkavæðingu) og þeim vinnubrögðum lýst sem byrjað var að vinna eftir voru eins vönduð og kostur var. Á síðustu metrunum var allri undirbúningsvinnu ýtt út af borðinu og Landsbankinn seldur Björgólfsfeðgum. Þá ákvörðun tók Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra og nú vildi Framsókn fá  sinn hlut af kökunni og S hópurinn fékk Búnaðarbankann.

Krónan er sett á flot 2001 og enn er það Davíð sem ræður för. Hávaxtastefnan sem leiddi til þess að fólk og fyrirtæki tóku erlend lán í stórum stíl. Slakt eftirlit stofnana og tregða til að heimila fyrirtækjum að gera upp í erlendri mynt. Allt þetta var gert samkvæmt fyrirmælum og vilja Davíðs Oddssonar. Hann var síðan arkitektinn að þeim aðgerðum sem fóru fram þegar bankarnir féllu og aðalhagræðingu Seðlabankans heyrði um það í fjölmiðlum að ríkið væri búið að yfirtaka Glitni.

Óstjórn, valda og peningaklíkur sem myndast hafa hér á landi í gegnum árin er allt á ábyrgð og fyrir tilstilli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þeirra ábyrgð á hruninu er því mikil en langmestu ábyrgðina ber Davíð Oddsson. Hann er arkitektinn og útrásarvíkingarnir léku lausum hala með hans vitund og vilja.

Það er ekki að ástæðulausu sem þessi mál eru rædd á pólitýskum forsendum. Við munum vinna okkur saman út úr þessu þegar búið er að vinna úr klúðri forsetans.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.1.2010 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

249 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband